24. fundur Samgöngunefndar SASS, haldinn föstudaginn 30. janúar 2008, kl. 15:00 að Austurvegi 56, Selfossi
Mætt: Þorvaldur Guðmundsson, Páll Stefánsson, Ólafur Eggertsson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Páley Borgþórsdóttir boðaði forföll.
Gestur fundarins: Svanur Bjarnason umdæmisstjóri Vegagerðarinnar.
Dagskrá:
1. Samgönguframkvæmdir á Suðurlandi á árinu 2008
Svanur Bjarnason gerði grein fyrir útboðsáætlun 2008. Helstu framkvæmdir sem boðnar verða út á þessu ári eru: Gjábakkavegur, Suðurstrandarvegur, Bakkafjöruhöfn og vegur að henni og Rangárvallavegur. Þá er áætlað að samtals 570 milljónum króna verði varið til tengivega sem er veruleg aukning frá því sem verið hefur. Undirbúningur að Suðurlandsvegi stendur yfir en skipulagsmál hafa enn ekki verið afgreidd. Þau eru forsenda þess að umhverfismat geti farið fram. Samgöngunefndin ítrekar áskorun til hlutaðeigandi sveitarfélaga að ljúka skipulagsvinnu sem allra fyrst.
Svanur svarið síðan ýmsum fyrirspurnum nefndarmanna
2. Umferð á milli Selfoss og Reykjavíkur
Lagðar voru fram tölur um umferð á árinu 2008. Aukningin er á bilinu 5 – 10% mismunandi eftir talningarstöðum.
3. Ályktanir aðalfundar SASS 2007
Lagðar fram.
4. Fundartími nefndarinnar
Samþykkt að halda fundi nefndarinnar síðasta miðvikudag hvers mánaðar kl. 15.00
Fundi slitið kl. 16:30