fbpx

Markmið

Að koma á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaga á Suðurlandi fyrir úrgangsmál og að efla sjálfbærni

  • Fræða og vekja enn meiri áhuga sveitastjórnarfólks á umhverfismálum
  • Auka umhverfisvitund á Suðurlandi

Verkefnislýsing

Úrgangsmál á Suðurlandi. Fáum Stéfán Gíslason til að koma og halda fyrirlestur um stöðu úrgangsmála hjá sveitarfélögunum. Sveitarfélög á Suðurlandi sem eru að vinna með mismunandi úrgangsflokka gætu kynnt sínar aðferðir og niðurstöður. Skeiða-og Gnúpverjahreppur og Flóamenn gætu talað um hvernig þeir vinna lífræna úrganginn úr almenna sorpinu sínu. Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamahreppur gætu talað um hvernig þeir nýta seyruna til landgræðslu, Höfn gæti kynnt pokastöðina og loftslagsverkefni sitt o.s.frv.

Tengsl við sóknaráætlun

Ráðstefnan hefur beina tengingu við nokkrar af megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands;

  • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum.
  • „Skapa jákvæða ímynd sem byggir á gæðum og hreinleika“ og eitt af leiðarljósum Sóknaráætlunar eru; „gæði, hreinleiki og umhverfisvitund“.
  • „Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi“ og „auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum“.

Lokaafurð

Verkefnishópurinn safnar öllum upplýsingum saman, bæði af ráðstefnunum, frá umræðunum og vinnustofunni og úr könnunum til sveitastjórnar og vinnur úr því skjal. Því verður komið til allra sveitarstjórna á Suðurlandi og gæti nýst sem grunnur að sameiginlegri umhverfisstefnu fyrir landshlutann.

Verkefnastjóri
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir
Verkefnastjórn
Elísabet Björney Lárusdóttir, Þórður Freyr Sigurðsson, Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Sjálfbærnimiðstöð Íslands – Elísabet Björney Lárusdóttir
Heildarkostnaður
1.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
1.000.000 kr.
Ár
2017
Tímarammi
Febrúar – júní 2017
Staða
Lokið

 

 

 

 

 

 

 

Afurðir verkefnis:

Lokaskýrsla:

 

 (Ná í skýrslu í PDF) 

Fréttir:

Vefur SASS: Sjálfbært Suðurland
N4: Umhverfisvernd er orðin sjálfsagður hlutur
Viðtal við Magnús Hlyn á 365.

Dagskráin:

Fyrirlestrar:

Staða úrgangsmála á starfssvæði Sorpstöðvar Suðurlands og hringrásarhagkerfið. Stefán Gíslason. (sækja fyrirlestur .pdf)

 

Kortlagning úrgangsþjónustu á Suðurlandi. Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir. (sækja fyrirlestur .pdf)

 

Stöðumat úrgangsmála í Bláskógabyggð. Elísabet Björney Lárusdóttir. (sækja fyrirlestur .pdf)

 

Akureyri, kolefnisjafnað sveitarfélag. Guðmundur H. Sigurðsson. (sækja fyrirlestur .pdf)

 

Molta ehf. Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu. (sækja fyrirlestur .pdf)

 

Endurvinnsla seyru úr Uppsveitunum. Börkur Brynjarsson, umhverfis- og tæknisvið Uppsveita. (sækja fyrirlestur .pdf)

 

Landgræðsla og seyra. Árni Bragason landgræðslustjóri. (sækja fyrirlestur .pdf)

 

Orkugerðin í Flóanum, Guðmundur Tryggvi Ólafsson. (sækja fyrirlestur .pdf)

 

Pokastöðin, Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir. (sækja fyrirlestur .pdf)