Þjóðfundur  á Suðurlandi, sem hluti af fundarröð Sóknaráætlunar 20/20, verður  haldinn í 
Fjölbrautaskóla Suðurlands, laugardaginn 6. mars frá kl. 11:00  til 18:00. Til fundarins er boðið hópi Sunnlendinga sem valdir eru úr  þjóðskrá af handahófi. Auk þess er boðið til fundarins fulltrúum  hagsmunaaðila á Suðurlandi.
Til  að fundurinn nái markmiðum sínum þarf að tryggja ákveðinn fjölda  fundargesta og því er mikilvægt að fundargestir svari boðsbréfi með  staðfestingu um mætingu, boðun eða afboðun. Í stað þeirra sem afboða sig  munu fundarboðendur boða nýja einstaklinga. Því eru fundargestir  hvattir til að svara bréfi fundarboðenda eigi síðar en í dag föstudaginn  26. febrúar. Staðfestingu skal tilkynna á netfangið sass@sudurland.is eða í síma 4808200. Nánari upplýsingar er að finna á www.island.is/endurreisn/soknaraetlun-islands/
																														


