forsida

11. desember 2025

  Samfélagsfrumkvöðlar á landsbyggðinni hafa haft mikil áhrif á lífið í byggðunum, en hvað er samfélagsleg nýsköpun? Hver er munurinn á samfélagslegri nýsköpun og annarri tegund af nýsköpun – og hvernig nýtist hún dreifðum byggðum? Þessum spurningum verður leitast við að svara á fyrsta erindi þessa árs í Forvitnum frumkvöðlum sem fer fram á Teams

11. desember 2025

  Fulltrúar SASS, þær Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri og Lína Björg Tryggvadóttir verkefnastjóri, heimsóttu Skaftárhrepp á dögunum. Tilefni ferðarinnar var meðal annars undirritun nýs samnings um starf byggðaþróunarfulltrúa í sveitarfélaginu, en Einar Kristján Jónsson sveitarstjóri skrifaði undir fyrir hönd Skaftárhrepps. Um er að ræða samstarfsverkefni SASS og Skaftárhrepps og standa þeir aðilar straum af kostnaði í

10. desember 2025

  „Það er ljóst að framtíðin er í góðum höndum ungs fólks á Íslandi.“ Þetta var samdóma álit þeirra sem fylgdust með hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna, Skjálftanum 2025, sem fór fram þann 28. nóvember síðast liðinn við hátíðlega athöfn. Þetta var í fimmta sinn sem keppnin er haldin og var uppskeran sannkölluð hæfileikaveisla. Ungmenni úr 8.–10.

8. desember 2025

  Stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja í uppsveitum Árnessýslu er boðið til skemmtilegs og upplýsandi morgunfundar fimmtudaginn 11. desember næstkomandi. Fundurinn fer fram í Vínstofu Friðheima og er markmiðið að efla tengslanet, miðla upplýsingum og eiga gott spjall. Boðið nær til stjórnenda ferðaþjónustufyrirtækja í Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Áhersla er lögð á létt

8. desember 2025

Föstudaginn 5. desember síðast liðinn, komu fulltrúar ungmennaráða víðs vegar af landinu saman á Hilton Reykjavík Nordica. Tilefnið var vegleg ráðstefna ungmennaráða sveitarfélaga sem haldin var í tengslum við 80 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar gefst mikilvægt tækifæri til að efla samráð, lýðræði og áhrif ungs fólks á nærsamfélagið. Markmið ráðstefnunnar var að efla

26. nóvember 2025

  Sveitarfélögin Rangárþing ytra og Rangárþing eystra í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga auglýsa laust til umsóknar starf byggðaþróunarfulltrúa. Byggðaþróunarfulltrúi veitir ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnu- og byggðaþróunar, vinnur að upplýsingaöflun, miðlun upplýsinga og svæðisbundnum verkefnum á sviði byggðaþróunar. Byggðaþróunarfulltrúi sinnir verkefnum í samráði við sveitarfélögin tvö og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Einnig starfar

21. nóvember 2025

  „Ölfus hefur fest sig í sessi sem raunhæfur og spennandi kostur til uppbyggingar ferðaþjónustu,“ var meðal þess sem kom fram á fjölsóttum kynningarfundi um stöðu og framtíð ferðaþjónustunnar í sveitarfélaginu sem haldinn var í Ráðhúsi Ölfuss fimmtudaginn 20. nóvember. Framkvæmdastjóri SASS var meðal þátttakenda á fundinum, en markmið hans var að efla samstarf og

18. nóvember 2025

  Verkefnastjóri SASS var meðal u.þ.b. 80 þátttakenda á vel sóttri ráðstefnu, „Lykilfólk í barnamenningu“. Ráðstefnan var samstarfsverkefni „List fyrir alla“ og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og var haldin í Golfskálanum Leyni á Akranesi nýverið. Ráðstefnan einkenndist af fjölbreyttum, fræðandi erindum og lifandi umræðum. Jöfn tækifæri óháð búsetu Málþingið var formlega opnað af menningar-, nýsköpunar-

17. nóvember 2025

  Tólf nýsköpunarteymi luku nýverið viðskiptahraðlinum Startup Landið 2025, sem er samstarfsverkefni landshlutasamtakanna utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið hraðalsins er að styðja frumkvöðla víðs vegar af landinu í að þróa hugmyndir sínar, efla viðskiptahæfni og byggja upp tengslanet. Frá hugmynd að framkvæmd á sjö vikum Startup Landið stóð yfir í sjö vikur og fengu þátttakendur fræðslu um

14. nóvember 2025

  Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SASS og Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá SASS og menningarfulltrúar landshlutasamtakanna áttu uppbyggilegan fundardag í Reykjavík miðvikudaginn 12. nóvember. Markmið ferðarinnar var að ræða stöðu menningarmála, efla tengslanet og auka sýnileika menningar á landsbyggðinni. Staða menningarhúsa rædd við ráðherra Dagurinn hófst á fundi með Loga Einarssyni, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Aðalumræðuefnið