„Ótrúlegur drifkraftur“ í Mýrdalshreppi: Harpa Elín Haraldsdóttir hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands 2025 Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðukona Kötluseturs í Vík, hlaut Menningarverðlaun Suðurlands 2025. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), sem fram fór á Kirkjubæjarklaustri dagana 23.–24. október sl. Harpa hlýtur viðurkenninguna fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt framlag sitt til menningar
Fulltrúar sveitarfélaga á Suðurlandi munu koma saman til ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) dagana 23. og 24. október næstkomandi. Þingið fer fram á Kirkjubæjarklaustri og er meginvettvangur fyrir umræður og ákvarðanatöku um sameiginleg hagsmunamál landshlutans. Farsæld barna og byggðaþróun í brennidepli Dagskráin hefst á fimmtudagsmorgn með hefðbundnum aðalfundarstörfum þar sem farið verður yfir starfsskýrslu
Rakel Theodórsdóttir hefur verið ráðin byggðaþróunarfulltrúi fyrir sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum Árnessýslu, þ.e, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða-og Gnúpverjahrepp og hefur hún þegar hafið störf. Rakel er ferðamálafræðingur með viðskiptafræði sem aukagrein og hefur hún starfað sem ráðgjafi og verkefnastjóri meðal annars hjá Íslenska ferðaklasanum. Hún hefur sinnt landvörslu og starfað sem markaðs-
Umsóknarfrestur Uppbyggingarsjóðs Suðurlands framlengdur Umsóknarfrestur fyrir haustúthlutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands hefur verið framlengdur fram á þriðjudaginn 28. október kl. 12:00. Áður auglýstur umsóknarfrestur var miðvikudaginn 22. október kl. 12:00. Hvaða verkefni eru styrkhæf? Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru
Verkefnisstjóri miðlunar Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Orkídea samstarfsverkefni leita að lausnamiðuðum og skapandi verkefnastjóra miðlunar til starfa. Ráðið er í starfið til 2ja ára með möguleika á framlengingu. Viðkomandi mun vinna þvert á svið og verkefni og sinna m.a. heimasíðum, efnisgerð og upplýsingamiðlun fyrir SASS, Orkídeu og eftir atvikum önnur félög í
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2025. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að
NORA og Visit Faroe Islands boða til ráðstefnu í Þórshöfn í Færeyjum dagana 21.–22. október 2025. Ráðstefnan er haldin í tengslum við formennsku Færeyja í NORA árið 2025 og fjallar um hvernig nýsköpun og sjálfbær nálgun í haf- og strandferðaþjónustu getur skapað langtímagildi fyrir byggðir í Norðurlöndum og Norður-Atlantshafi. Helstu erindi flytja: Laura Storm
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2025. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undafarin
Alls bárust 49 umsóknir í nýsköpunarhraðalinn Startup Landið, sem undirstrikar skýrt hversu mikil þörf er á að styðja nýsköpun á landsbyggðinni. Startup Landið er sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni. Markmið hans er að efla nýsköpun og skapa vettvang fyrir hugmyndir sem geta þróast, vaxið og dafnað á landsbyggðinni. Verkefnið
Geðlestin verður á Suðurlandi þriðjudaginn 16. september kl. 20:00 í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Býður geðhjálp öllum til samtals um geðrækt og mikilvægi hennar út lífið og eiga með þeim góða stund sem lýkur með stuttum tónleikum þeirra félaga Emmsjé Gauta og Þormóðs. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og kleinur.