Umsóknir eru hafnar í Startup Landið – viðskiptahraðal fyrir frumkvöðla á landsbyggðinni!

Það er kominn tími til að vekja áhuga á því merkilega og nauðsynlega nýsköpunarstarfi sem á sér stað víðsvegar um Ísland – og nú gefst tækifæri til þess í Startup Landinu!

Startup Landið er sjö vikna hraðall sem fer af stað 18. september og lýkur með spennandi lokaviðburði 30. október þar sem verkefnin verða kynnt á fjárfestahátíð á Akureyri. Þátttakendur fá ekki bara hvatningu heldur líka aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og tækifærum til fjármögnunar – allt sem þarf til að láta drauminn rætast!

Sunnlendingar – við leitum að ykkur!

Valin verða tvö verkefni frá Suðurlandi til þátttöku í Startup Landinu, og við hvetjum alla sunnlendinga með nýskapandi hugmyndir til að sækja um! Þetta er einstakt tækifæri til að þróa hugmyndina áfram með aðstoð fagfólks og verða hluti af öflugri nýsköpunarsenu á Íslandi.

Hvað færðu út úr þátttöku?

  • Aðgang að reynslumiklum leiðbeinendum, frumkvöðlum og fjárfestum
  • Vinnustofur og fræðslufundi sem ýta hugmyndum áfram
  • Öflugt tengslanet um allt land
  • Tvær sameiginlegar vinnustofur fyrir öll teymi
  • Þátttaka að mestu leyti rafræn – svo þú getur verið með, sama hvar þú ert

Hvort sem þú ert einstaklingur með stórar hugmyndir, sprotafyrirtæki á flugi eða hluti af rótgrónu fyrirtæki með nýsköpun í farteskinu, þá er Startup Landið vettvangurinn fyrir þig.

 

Hvenær og hvernig?

Umsóknarfrestur rennur út 31. ágúst – smelltu þér inn á https://startuplandid.is/  til að fylla út umsókn og kynna þér nánari upplýsingar.

Startup Landið er samstarfsverkefni allra landshlutasamtakanna: SSNE, SSNV, Vestfjarðarstofu, Austurbrúar, SASS, SSS og SSV – og markmiðið er skýrt: Að efla og styrkja frumkvöðlastarfsemi á landsbyggðinni.