fbpx

SÓKNARFÆRI FERÐAÞJÓNUSTUNNAR

ÖRNÁMSKEIÐ Í MARKAÐSMÁLUM

Smelltu á tenglana „Skráning“ til að skrá þig á námskeiðin. Skráningu lýkur 24 tímum áður en námskeiðin hefjast.

Um leiðbeinendurna: Svava Björk Ólafsdóttir, er stofnandi RATA, Sesselja Barðdal er eigandi Kaffi Kú og stofnandi Norðanátt. Hörður Harðarson er markaðsmaður og stofnandi Vert markaðsstofu. Hann hefur um 20 ára reynslu af markaðsmálum og hefur kennt markaðsfög á ýmsum námskeiðum og bæði í grunn- og framhaldsnámi hjá Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur.

RATAÐ AÐ RÉTTU VÖRUNNI. VÖRUÞRÓUN, ÞJÓNUSTA OG FRAMSETNING

Leiðbeinendur: Svava Björk Ólafsdóttir og Sesselja Barðdal
Lýsing: Tveggja klukkutíma kraftmikil vef-vinnustofa sem er byggð upp til að skerpa á tilgangi, vöruþróun og nýsköpun, þjónustu og markaðssetningu starfandi ferðaþjónustuaðila. Þátttakendur fá tækifæri til að efla og þróa áfram núverandi starfsemi og mögulega fá hugmyndir að nýjum lausnum. Framundan er óhefðbundið ferðaþjónustusumar. Hvernig getur þú skarað framúr, hvað má bæta og hverju þarf að breyta? Hvernig getur þú nýtt sumarið í að þróa þínar vörur og/eða þjónustu eða prófa eitthvað alveg nýtt, ekki síst með íslenska ferðamenn í huga? Vinnustofan var þróuð í samstarfi við Íslenska ferðaklasann.
Tímasetning: Þriðjudagur 9. júní kl. 13.30- 15.30. Eingöngu rafrænt.
Hámarksfjöldi 25. 

 

YFIRLIT YFIR MARKAÐSMÁL

Leiðbeinandi: Hörður Harðarson
Lýsing: Áhersla á grunnhugtök markaðsfræði og hvernig þú notar markaðslega nálgun til að auka árangurinn í þínum rekstri. Fjallað er um fjögur Pé-in (kallast 4V á íslensku: Vara, verð, vettvangur, vegsauki) og STP (segmenting, targeting og positioning) eða á íslensku markaðshlutun, miðun og staðfærsla. Til hvers og hvernig gerum við markaðsáætlun?
Tímasetning: Fimmtudagur 11. júní kl. 13.30- 16.30. Rafrænt og í Fjölheimum
Enginn hámarksfjöldi.

MIÐLAR OG SÖLUTREKTIN

Leiðbeinandi: Hörður Harðarson
Lýsing: Tilgangur markaðsstarfs er að auðvelda sölu. Hvað er sölutrekt, hvernig fyllum við hana og hvernig drögum við fólk alla leið í gegnum hana. Hér verður fjallað um þá miðla sem þú hefur til umráða. Þína eigin miðla eins og keypta og hvernig við notum þá til að fylla sölutrektina.
Tímasetning: þriðjudagur 16. júní kl. 13.30- 16.30.  Rafrænt og í Fjölheimum.
Enginn hámarksfjöldi.

STAFRÆN MARKAÐSSETNING OG SVONA GERIR ÞÚ VEF

Leiðbeinandi: Hörður Harðarson
Lýsing: Framhald af Miðlar og sölutrekt. Helstu hugtök, samhengi miðla og helstu aðferðir. Fjallað um Google sem miðil og samfélagsmiðla. Hvað þarftu að kunna og hvers vegna? Vefurinn er mikilvægasta kynningar- og sölutól allra fyrirtækja. Fæstir ná að læra af reynslunni við að gera vef og gera því mörg mistök þegar þeir koma sínu fyrirtæki á vefinn. Hér verður farið yfir hvernig gera má vef sem skilar sölu og hvernig koma má í veg fyrir að eyða of miklum fjármunum í verkefnið.
Tímasetning: Fimmtudagur 18. júní kl. 13.30- 16.30.Rafrænt og í Fjölheimum á Selfossi.
Enginn hámarksfjöldi.

MARKAÐSSETNING MEÐ TÖLVUPÓSTI

Leiðbeinandi: Hörður Harðarson Lýsing: Markaðssetning með tölvupósti er stórlega vanmetin aðferð við markaðssetningu. Hér verður fjallað um hvers vegna á að nota tölvupóst og hvernig hún er framkvæmd. Eins verður fjallað um hvað ber að varast.
Tímasetning:
Þriðjudagur 23. júní kl. 13.30- 15.30. Eingöngu rafrænt.
Enginn hámarksfjöldi.