fbpx

 

 

Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu.

 

  Veittir verða verkefnastyrkir að upphæð 500.000 krónur
  Handleiðsla ráðgjafa á vegum SASS til stuðnings verkefninu
  Aðgengi að sértækri fræðslu og sérfræðiþjónustu

 

 

 

MARKMIÐ

1

Styðja við starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á Suðurlandi sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna fækkunar ferðamanna á Íslandi

2

Styðja við verkefni fyrirtækja til markaðssóknar, hagnýtingar tækifæra og til að bregðast við erfiðleikum í rekstri  


ÁHERSLUR

Verkefni sem styrkt eru þurfa að falla að einni eða fleiri áherslum sjóðsins:

Vöru- og viðskiptaþróun til að hagnýta tækifæri vegna breyttra aðstæðna Gerð markaðsefnis og markaðssóknar gagnvart ferðamönnum Fjárhagsleg endurskipulagning
fyrirtækja

 


MATSÞÆTTIR

Í matsferli umsókna er stuðst við eftirfarandi viðmiðunarþætti. Einkunnir eru gefnar við hvern viðmiðunarþátt og eru þær á skalanum 0 til 5. Samanlögð niðurstaða er heildareinkunn hvers verkefnis og getur hún mest verið 15 stig.
Fellur vel að markmiðum og áherslum
Atvinnusköpun til lengri tíma og á heilsárs grundvelli á Suðurlandi
Styrkveiting og stuðningur hefur mikil áhrif á framgang verkefnis