fbpx

Íbúafundir – um atvinnu- og menningarmál

Fyrsta skrefið í mótun nýrrar sóknaráætlunar muna eiga sér stað með samtali við íbúa. Sjö íbúafundir verða haldnir um sérhvert málefnasvið vítt og breitt um landshlutann. Þegar hafa verið haldnir sjö íbúafundir um umhverfis- og auðlindamál á síðasta ári. Íbúafundir um atvinnumál og nýsköpun og menningarmál verða haldnir í apríl. Lögð er áhersla á góða þátttöku á fundina og verða þeir auglýstir sérstaklega. Um opna fundi verður að ræða en aðilar í nefndum sveitarfélaga á sviði atvinnu- og menningarmála verða boðaðir sérstaklega. Einnig er lagt upp með samstarfi við nefndir sveitarfélaganna um skipulag og framkvæmd fundanna.

Markmið fundanna er að draga saman megin áherslur landshlutans í sérhverju málefni fyrir sig. Ásamt því að koma fram með tillögur að sértækum markmiðum og aðgerðum. Afurðir fundanna verða dregnar saman sem uppistaðan í efnistökum við mótun nýrrar sóknaráætlunar. Afurð sérhvers fundar verður einnig dregin saman og gerð aðgengileg sveitarfélögunum og nefndum þeirra á hverju svæði fyrir sig. Þær afurðir kunna að nýtast sérhverju sveitarfélagi til stefnumörkunar.

Hvar og hvenær? Hægt er að sjá staðsetningar og tímasetningar á íbúafundum hér til hægri.

Fyrir hverja? Allir velkomnir – opnir fundir

Afurðin? Megin áherslur og tillögur að markmiðum og aðgerðum í atvinnumálum, nýsköpun, umhverfis- og auðlindamálum og menningarmálum á Suðurlandi. Þegar liggja fyrir afurðir íbúafund um umhverfis- og auðlindamál sem má sjá nánar á vefslóðinni www.sass.is/umhverfisogaudlindastefna

Umsjón með verkefninu hefur Þórðu Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs SASS


Hér til vinstri er hægt að senda inn fyrirspurnir og skilaboð um allar hugmyndir, tillögur, ábendingar og athugasemdir varðandi atvinnu-, menningar- og umhverfismál á Suðurlandi.
Síðasti dagur til að skila inn ábendingum eru til og með 1. maí 2019
Einnig má senda tölvupóst beint á verkefnisstjóra verkefnisins Þórð Frey Sigurðsson á netfangið thordur@sass.is og í síma: 692-9030.


Hér er hægt að niðurhala bækling um ferlið á mótun nýrrar sóknaráætlunar fyrir Suðurland.
Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024 ferlið


Haldnir verða sjö íbúafundir á Suðurlandi á eftirfarandi stöðum:


Vestmannaeyjar- Þekkingarsetrið Vestmannaeyjum
Atvinnumál kl: 12:00-14:00 súpufundur
Menningarmál kl: 16:00-18:00
Kaffi hressing í boði
Staðsetning: Þekkingarsetur Vestmannaeyja
Dagsetning 4. apríl


Höfn – Nýheimar
Atvinnumál kl: 14:00-16:00
Menningarmál kl: 16:00-18:00
Staðsetning: Nýheimar
Kaffi hressing í boði
Dagsetning 8. apríl


Selfoss – Tryggvaskáli
Atvinnumál kl: 12:00-14:00 súpufundur
Menningarmál kl: 16:00-18:00
Kaffi hressing í boði
Staðsetning: Tryggvaskáli
Dagsetning 9. apríl


Kirkjubæjarklaustur – Félagsheimilið Kirkjuhvoll
Atvinnu- og menningarmál kl: 15:00-18:00
Kaffi hressing í boði
Staðsetning: Félagsheimilið Kirkjuhvoll
Dagsetning 10. apríl


Flúðir – Félagsheimilið Flúðum
Atvinnumál kl: 14:00-16:00
Menningarmál kl: 16:30-18:30
Kaffi hressing í boði
Staðsetning: Félagsheimilið Flúðum
Dagsetning 11. Apríl


Hvolsvöllur – Félagsheimilinu Hvoll
Atvinnumál og menningarmál kl: 19:30
Kaffi hressing í boði
Staðsetning: Félagsheimilið Hvoll
Hvenær : 29. Apríl


Vík – Félagsheimilið Leikskálar
Atvinnumál og menningarmál kl: 19:30
Kaffi hressing í boði
Staðsetning: Félagsheimilið Leikskálar
Hvenær: 30. apríl