fbpx

Framtíðarsýn SASS:

Öflugur samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi
Eftirfarandi markmið eru í samþykktum SASS að:

 • Vinna að hagsmunamálum íbúa aðildarsveitarfélaganna.
 • Vera samráðsvettvangur aðildarsveitarfélaganna.
 • Gæta hagsmuna aðildarsveitarfélaganna á innlendum sem erlendum vettvangi.
 • Vera aðildarsveitarfélögunum til ráðgjafar um málefni sveitarfélaga.
 • Styðja starf annarra byggðasamlaga aðildarsveitarfélaganna í samræmi við óskir stjórna þeirra hverju sinni.

Um starfsemi SASS:

Megin starfsemi SASS felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélög á Suðurlandi. Önnur hlutverk tengjast flest samningum og framlögum frá hinu opinbera. Á grundvelli slíkra samninga veitir SASS m.a. ráðgjöf, styrki og aðra þjónustu til handa atvinnu- og menningarlífi á Suðurlandi. SASS vinnur einnig að ýmsum greiningar- og þróunarverkefnum til hagsbóta fyrir landshlutann á sviði byggðaþróunar og heldur utan um rekstur ákveðinni sérverkefna.
Auk þess sinnir SASS skrifstofuþjónustu fyrir byggðasamlög og samstarfsverkefni, í samræmi við samþykktir SASS um stuðning við starf annarra byggðasamlaga, eftir óskum þeirra hverju sinni.

Starfssvið SASS:

Starfssemi SASS má skilgreina eftir starfssviðum;

 1. Hagsmunagæsla
 2. Byggðaþróun – þjónusta, þróunarstarf og sérverkefni
 3. Upplýsinga- og kynningarmál
 4. Rekstur verkefna
 5. Skrifstofuþjónusta

Hér á eftir er listi yfir helstu hlutverk starfssviða SASS sem tengjast starfseminni eins og hún er í dag og er ætlað að vera, miðað við samþykktir SASS frá 2013, stefnumótun SASS 2012/13 og núverandi samninga SASS við opinbera aðila og samstarfsstofnanir.

1. Hagsmunagæsla

SASS sinnir hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélög á Suðurlandi. Það sama á við um atvinnulíf á Suðurlandi, menningarlíf, gesti og aðra hagsmunahópa, enda eru hagsmunir íbúa og sveitarfélaga samofnir hagsmunum þeirra er starfa eða dvelja á svæðinu. Hagsmunagæsla tengist helst skiptingu fjármuna til svæðisins, kerfisbreytinga, lagasetningar eða aðgerða stjórnvalda sem geta rýrt eða aukið á hagsæld svæðisins, með beinum eða óbeinum aðgerðum

Helstu hlutverk:

 • Að koma á framfæri ályktunum stjórnar SASS
 • Að veita umsagnir um málefni er tengjast landshlutanum
 • Frumkvæðisverkefni um hagsmunamál SASS
 • Fundir með þingmönnum og fulltrúum ráðuneyta og stofnana
 • Fundir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtökum sveitarfélaga

2. Byggðaþróun – Þjónusta, þróunarstarf og sérverkefni

SASS veitir ráðgjöf á sviði atvinnu- og menningarmála á Suðurlandi. SASS veitir einnig þjónustu á sviði verkefnastjórnunar og stefnumótunar í landshlutanum, til verkefna hjá sveitarfélögum, til samstarfsverkefna sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana í landshlutanum og annarra þeirra er vinna að samstarfs- eða þróunarverkefnum í landshlutanum. SASS veitir einnig ráðgjöf um gerð umsókna í aðra samkeppnissjóði.
Þróunarverkefni og sérverkefni geta verið af ýmsum toga. Þegar átt er við þróunarverkefni er átt við ýmis verkefni sem unnið er að, að frumkvæði SASS, eða oft með beinni tilstuðlan SASS. Slík verkefni geta tengst ýmsum hagsmunamálum landshlutans, í greiningu tækifæra og nýtingu auðlinda, samstarfsverkefnum með sveitarfélögum, fyrirtækjum eða öðrum er vinna að framþróun á tilteknum sviðum eða í tilteknum atvinnugreinum í landshlutanum.
Sérverkefni eru þau verkefni sem landshlutanum hefur verið falið að sinna með sérsamningum við ríki eða aðra opinbera aðila. Slík verkefni geta komið til af frumkvæði SASS en almennt er um að ræða samninga um verkefni sem ráðuneyti fela landshlutasamtökum að framkvæma, s.s. styrkveitingar til eflingar atvinnu-, mennta- eða menningarmálum í landshlutunum

Helstu hlutverk:

 • Ráðgjöf, styrkveitingar, verkefnastjórnun og stefnumótun
 • Að vinna að og hafa frumkvæði að þróunarverkefnum til hagsbóta fyrir landshlutann
 • Að vinna að sérverkefnum á grundvelli samninga við ríki og aðra opinbera aðila. Sem dæmi um samninga sem nú eru í gangi;
  • Samningur við Byggðastofnun um starfssemi atvinnuþróunar
  • Sóknaráætlun Suðurlands
  • Samningur um ART verkefnið á Suðurlandi við velferðarráðuneyti
  • Samningur við Vegagerðina um rekstur almenningssamgangna
  • Samningur við Eignarhaldsfélag Suðurlands um rekstur félagsins
  • Samningur við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um starfrækslu frumkvöðlaseturs

3. Upplýsinga- og kynningarmál

SASS vinnur að fjölbreyttum verkefnum er snerta fjölbreyttan hóp hagsmunaaðila. Nauðsynlegt er að þeir hagsmunaaðilar séu upplýstir um þau verkefni sem unnið er að hverju sinni og hafi tækifæri til þátttöku á grundvelli upplýsinga þegar svo ber undir.
Upplýsingar til hagsmunaaðila geta verið eftirfarandi;

 • Um rekstur og framþróun almenningssamgangna á Suðurlandi til handa sveitarfélögum og sveitarstjórnarfólki.
 • Um viðburði á sviði menningarmála til handa íbúum og gestum á Suðurlandi.
 • Til sveitarfélaga og rekstraraðila um þjónustu SASS á sviði ráðgjafar, verkefnastjórnunar og stefnumótunar
 • Til frumkvöðla um styrkveitingar sem í boði eru hjá SASS sem og öðrum opinberum sjóðum, til sveitarstjórnarfólks þegar ályktunum SASS er komið á framfæri við opinbera aðila eða þegar umsagnir eru veittar um málefni er tengjast landshlutanum, svo einhver veigamikil atriði séu nefnd. Slík upplýsingagjöf getur farið fram með mismunandi hætti eftir eðli upplýsinganna og eftir því hver móttakandinn er. Upplýsingum getur verið komið á framfæri með greinarskrifum, fréttabréfum í tölvupósti, á vefsíðu eða í gegnum samfélagsmiðla, svo dæmi séu tekin. Helstu hlutverk:
  • Að upplýsa hagsmunaaðila um starfssemi og þjónustu SASS
  • Að upplýsa íbúa og gesti um búsetugæði, þjónustu og viðburði sem í boði eru á Suðurlandi
  • Að vakta og miðla upplýsingum til hagsmunaaðila í landshlutanum, s.s. um styrkveitingar á vegum alþjóðlegra eða opinbera sjóða, um möguleika til samstarfs í þróunarverkefnum eða um fræðslu- og kynningarmál á sviði mennta- og menningarmála, atvinnumála og um málefni og rekstur sveitarfélaga

4. Rekstur verkefna

5. Skrifstofuþjónusta

SASS veitir samstarfsaðilum skrifstofuþjónustu vegna annarar starfsemi á vegum sveitarfélaganna eins og byggðasamlaga. Um er að ræða þjónustu sem snertir allan almennan skrifstofurekstur, s.s. símsvörun, bókhald, húsnæði og annar rekstur skrifstofu. SASS rekur einnig sérverkefni á grundvelli samninga við opinbera aðila eða sem hluta af einstökum byggðaþróunarverkefnum, t.d. á grundvelli Sóknaráætlunar. Eftirfarandi verkefni eða stofnanir eru notendur að skrifstofuþjónustu SASS að einhverju eða öllu leyti;

 • Fræðslunet Suðurlands
 • Háskólafélag Suðurlands
 • Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
 • Sorpstöð Suðurlands
 • Eignarhaldsfélag Suðurlands
 • SASS
 • ART verkefnið
 • Almenningssamgöngur

 

Uppfært; xx.xx.2017