Rakel Theodórsdóttir hefur verið ráðin byggðaþróunarfulltrúi fyrir sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum Árnessýslu, þ.e, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða-og Gnúpverjahrepp og hefur hún þegar hafið störf. 

Rakel er ferðamálafræðingur með viðskiptafræði sem aukagrein og hefur hún starfað sem ráðgjafi og verkefnastjóri meðal annars hjá Íslenska ferðaklasanum. Hún hefur sinnt landvörslu og starfað sem markaðs- og gæðastjóri Friðheima og áður sem markaðsfulltrúi hjá EJS, síðar Advania. Rakel er fædd og uppalin á kúabúi í Uppsveitunum. 

Byggðaþróunarfulltrúi veitir ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnu- og byggðaþróunar, vinnur að upplýsingaöflun, miðlun upplýsinga og svæðisbundunum verkefnum á sviði byggðaþróunar, auk þess kemur hann að ferðatengdum málum og fjölmenningu. Byggðarþróunarfulltrúi sinnir verkefnum í samráði við sveitarfélögin fjögur og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). 

Rakel tekur við starfinu af Línu Björg Tryggvadóttur, sem ráðin hefur verið til starfa hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.