SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2025. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur.

Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum hætti geta hlotið verðlaunin, t.a.m. leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar, símenntunarstöðvar, háskólastofnanir, kennarar, einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélög/skólanefndir og foreldrafélög.

Frestur til 31. Janúar

 Tilnefningar skulu berast til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56, Selfossi, eða á netfangið menntaverdlaun@sudurland.is fyrir miðnætti föstudaginn 31. janúar nk.

Verðlaunin verða nú veitt í 18. sinn. Veitt verða peningaverðlaun sem nýtast til áframhaldandi menntunarstarfs sem og formleg viðurkenning. Verðlaunin verða afhent við formlega athöfn í tengslum við hátíðarfund Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands 10. febrúar á Hótel Selfossi.