Fréttir

23. febrúar 2015

Á heimasíðu Fjársýslu ríkisins má finna uppgjör á sóknargjöldum fyrir árið 2014. Þessi gjöld eru greidd af ríkissjóði 15. hvers mánaðar til þjóðkirkjusafnaða og trúfélaga utan þjóðkirkjusafnaða. Innanríkisráðuneytið ákvarðar fjárhæð sóknargjalds. Af greiðslum til þjóðkirkjusafnaða er 5% greitt til héraðssjóðs. Til viðbótar við bein sóknargjöld greiðir ríkið einnig inn í Jöfnunarsjóð þjóðkirkjusókna 18,5% og í

19. febrúar 2015

Önnur Menntalest Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fer af stað 13. mars 2015, en Menntalestin á Suðurlandi er eitt af verkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Að þessu sinni er sjónum beint að framhaldsskólum á Suðurlandi, en fyrstu lestinni var beint að grunnskólanemendum og sköpun í skólastarfi. Markmið Menntalestarinnar að þessu sinni er að vekja áhuga á tækni og vísindum.

19. febrúar 2015

Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi SASS – Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hornafirði, er mætt aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Fanney veitir margþætta ráðgjöf og handleiðslu til frumkvöðla, fyrirtækja, rekstraraðila og einstaklinga. Þjónustan felst m.a. í handleiðslu við gerð rekstrar- og viðskiptaáætlana og  styrkumsókna. Auk þess er hægt að kanna leiðir og möguleika til hagræðingar,

17. febrúar 2015

Samband íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við velferðaráðuneytið heldur námskeið fyrir fulltrúa í félagsmálanefndum á Stracta hóteli, Hellu, miðvikudaginn 25. febrúar frá kl. 10:00 til 16:00 Námskeiðslýsing: Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og skilning á hlutverki fulltrúa í félagsmálanefnd og starfsemi félagsþjónustu sveitarfélaga. Fjallað verður almennt um félagsþjónustuna og þann ramma sem lög um

17. febrúar 2015

1. mars nk. mun gjaldskrá Strætó hækka,  það hefur í för með sér að eitt gjaldsvæði hækkar úr  kr. 350.-kr. í 400.- Eins mánaða kort fyrir eitt gjaldsvæði hækkar úr kr. 9.300.-  í  kr.10.900.- Þriggja mánaða kort fyrir eitt gjaldsvæði hækkar úr kr. 21.000.- í  kr. 23.900.- Á milli Hveragerðis og Reykjavíkur eru þrjú gjaldsvæði

17. febrúar 2015

Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum í nýjan Byggðarannsóknasjóð. Byggðarannsóknasjóður hefur þann tilgang að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Stjórn sjóðsins var skipuð í byrjun árs og auglýsir nú í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki. Nánari upplýsingar og umsóknarform hér

16. febrúar 2015

Eirný Vals hefur verið ráðin „ Verkefnisstjóri  Brothættra byggða – Skaftárhreppur til framtíðar“,  hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.  Eirný mun hafa búsetu í Skaftárhrepp og hefja störf um næstu mánaðarmót. Alls bárust 28 umsóknir. Sex umsækjendur voru teknir í viðtal og í framhaldinu var Eirný Vals ráðin. Eirný hefur mikla þekkingu og reynslu af byggðamálum og

11. febrúar 2015

Þriðjudaginn 10. febrúar var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Nú er verið að sameina í einn samning verkefnin sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamninga og menningarsamninga. Heildarfjárhæð samningana nemur ríflega 550 m. kr. en til viðbótar mun mennta-og menningarmálaráðuneytið leggja til fjármagn til áframhaldandi rekstur menningarmiðstöðva á Austurlandi og Suðurlandi og einnig munu nokkrar

10. febrúar 2015

Verslunarmannafélag Suðurlands boðar til opins fundar í sal félagsins á Austurvegi 56, Selfossi, 3. hæð, fimmtudagskvöldið 26. febrúar frá kl. 20:00 til 22:00 til að ræða málefni nýrrar Ölfusárbrúar og staðsetningu hennar. Frummælendur verð: Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, Guðmundur Lárusson, bóndi í Stekkum.