fbpx

1. KOSNING FUNDARSTJÓRA OG FUNDARRITARA OG YFIRFERÐ

KJÖRBRÉFA.

Valtýr Valtýsson formaður SASS setti fund og bauð fundarmenn velkomna til þessa aukafundar SASS. Gerði hann grein fyrir aðalfundarefni fundarins sem er endurskoðun á hlutverki og verkefnum SASS.

Fól hann síðan Ólafi Áka Ragnarssyni og Hjörleifi Brynjólfssyni fundarstjórn.

Fundarritari var tilnefndur Guðni Pétursson.

Ólafur Áki tók síðan við fundarstjórn. Fór hann yfir kjörbréf fundarmanna.

Á fundinn voru mættir 44 kjörnir fulltrúar af 46 og voru ekki gerðar athugasemdir við kjörbréf þeirra.

Gekk hann síðan til dagskrár.

2. NIÐURSTAÐA NEFNDAR UM ENDURSKOÐUN Á HLUTVERKI OG VERKEFNUM SASS.

Valtýr Valtýsson gerði grein fyrir niðurstöðum nefndar um endurskoðun á hlut-

verki og verkefnum samtakanna en gögnum þar að lútandi var dreift á fundinum.

Orðið var síðan gefið laust.

Miklar umræður urðu um tillögur stjórnarinnar og þá sérstaklega tillögur að nýju skipuriti samtakanna. Einnig voru umræður um lögmæti fundarins.

Til máls tóku: Bergur Pálsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðmundur Stefánsson,

Páll Leó Jónsson, Ásmundur Sverrir Pálsson, Valtýr Valtýsson, Heimir Hafsteinsson,

Gunnar Þorgeirsson, Þorvaldur Guðmundsson, Gylfi Þorkelsson, Margrét Erlings-

dóttir og Þorvarður Hjaltason.

 

Fundarstjóri bar því fram tillögu þess efnis hvort fundarmenn teldu fundinn löglegan.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

 

 

Fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar lögðu fram eftirfarandi tillögu:

„Þar sem mjög skiptar skoðanir eru um skipurit SASS sem fundarmenn eru fyrst að sjá núna á þessum fundi leggjum við til að afgreiðslu þess verði frestað og það sent til umsagnar til aðildarsveitarfélaganna.

Í ljósi umsagnar er stjórn SASS falið að leggja tillögu að nýju skipuriti fyrir næsta aðalfund“.

Tillagan samþykkt með meginþorra atkvæða.

Tillögur nefndar um endurskoðun á hlutverki og verkefnum SASS síðan sam- þykktar með meginþorra atkvæða.

 

3. TILLAGA AÐ BREYTINGUM Á LÖGUM SASS.

Lagðar fram tillögur að breytingum á lögum SASS. Valtýr Valtýsson fór yfir tillögurnar og útskýrði.

Fundarstjóri gaf síðan orðið laust um tillögurnar.

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir lagði fram breytingartillögur við grein 1.2. 4. lið. Í stað ….. að vera sveitarfélögunum og stofnunum þeirra til ráðgjafar um málefni sveitarfélaganna komi …… að styrkja stöðu aðildarsveitarfélaganna á landsvísu.

Og við síðustu málsgrein greinar 1.1. bætist ….. og önnur landshlutasamtök sveitarfélaga eftir því sem við verður komið.

Bergur Pálsson gerði athugasemdir við boðun fundarins og lögmæti en lagði síðan fram breytingartillögu við lögin við lið 4.1. þess efnis að stjórn sambandsins verði skipuð 5 manns en ekki 9 og verði hún skipuð 2 úr Rangárvallarsýslu, 2 úr Árnessýslu og 1 úr Vestur Skaftafellssýslu.

Þorvarður Hjaltason tók til máls og upplýsti fundarmenn um að boðun fundarins væri í samræmi við ákvörðun aðalfundar SASS frá 30. ágúst s.l.

Aldís Hafsteinsdóttir vakti athygli á grein 8.1. í lögum sambandsins en þar kemur fram að tillögur til lagabreytinga skulu sendar stjórn þremur vikum fyrir aðalfund og því tillögur sem fram koma á fundinum ekki löglega fram bornar.

Heimir Hafsteinsson og Páll Leó Jónsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:

„Á brott verði felld viðbót við grein 5.5. (feitletrað í texta)

Fundarstjóri lagði síðan til og var það samþykkt samhljóða að heimila breytingartillögur við framkomnar tillögur endurskoðunarnefndarinnar um breytingar á lögunum.

Guðmundur Þorvaldsson lagði til orðalagsbreytingu á lið 2.1. Á kosningaári sveitarstjórna skal þó halda hann eigi síðar en 15. september.

Tillaga Guðmundar samþykkt með þorra atkvæða.

Tillögur Steinunnar Óskar Kolbeinsdóttur við grein 1.2. bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

Kjartan Lárusson lagði til eftirfarandi breytingartillögu við grein 5.5. …… Heimilt er að boða framkvæmdastjóra SASS á fundi heilbrigðisnefndar og stjórnar Skóla- skrifstofu þegar til meðferðar eru mál sem tengjast starfssviði hans.

Breytingartillaga Kjartans samþykkt með 30 atkvæðum.

Breytingartillaga Heimis Hafsteinssonar og Páls Leó Jónssonar um breytingar á lið 5.5. felld.

Tillögur um breytingar á lögum SASS með áorðnum breytingum síðan samþykktar með 34 atkvæðum.

4. TILLAGA AÐ ENDURSKOÐUÐUM STOFNSAMNINGI SKÓLASKRIF-

STOFU SUÐURLANDS.

Lagðar fram tillögur um endurskoðun á stofnsamningi Skólaskrifstofu Suðurlands.

Gunnar Þorgeirsson fylgdi tillögunum úr hlaði og fór yfir helstu breytingartillögur og útskýrði þær.

Þorvaldur Guðmundsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu við 7. grein samningsins:

„Sveitarfélögin greiða kostnað af rekstri skrifstofunnar í samræmi við fjölda barna á leik- og grunnskólaaldri í hverju sveitarfélagi. Miða skal við fjölda barna eins og hann er 1. desember næstliðins árs.

Skrifstofan sér um eftirfarandi rekstrarþætti fyrir grunn- og leikskóla:

a. Sálfræðiráðgjöf.

b. Endurmenntun og gagnasafn.

c. Ráðgjöf um skólamál og ráðgjöf og aðstoð við Sérdeild Suðurlands.

d. Sérkennsluráðgjöf og kennsluráðgjöf.

e. Mál- og talmeinaráðgjöf.

Stjórnunarkostnaður og umsýsla er innifalin í þessari skiptingu.

Stjórn skólaskrifstofunnar hefur heimild að fenginni staðfestingu stjórnar SASS til að auka sveigjanleika skrifstofunnar. Heimildin er sem svarar allt að 1 stöðugildi til að bregðast skjótt við brýnni þörf fyrir aukna þjónustu. Aðeins skal ráða tímabundið til að mæta verkefnum. Endurskoða skal árlega þörfina fyrir viðbótarþjónustu.

Þessi breyting á greiðslufyrirkomulagi er gerð til reynslu í eitt ár. Á reynslutímanum skal Skólaskrifstofan skrá nákvæmlega þá þjónustu sem hvert og eitt sveitarfélag er að fá og útbúa yfirlit þannig að unnt sé að meta að reynslutíma loknum hvernig þetta nýja fyrirkomulag kemur út faglega og fjárhagslega fyrir einstök sveitarfélög. Í ljósi þess skal samningurinn tekinn til endurskoðunar“.

Þá lagði Ólafur Áki Ragnarsson fram eftirfarandi breytingartillögu bæjarstjórnar Ölfuss við lið 7. 1. málsgrein í tillögunni:

„Kjósi sveitarfélag að vera ekki fullgildur aðili að Skólaskrifstofu Suðurlands getur það engu að síður samið við skrifstofuna um að hún sjái um tiltekna rekstrarþætti fyrir grunn- og leikskóla með því að gera sérstakan rekstrarsamning þar um“.

Til máls tóku um tillögurnar: Margrét K. Erlingsdóttir, Ásmundur S. Pálsson, Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, Þorvarður Hjaltason Sigurður Ingi Jóhannsson, Kristín Hreinsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Bergur Pálsson og Gunnar Þorgeirsson.

Breytingartillaga fulltrúa Árborgar borin undir atkvæði og felld með meirihluta atkvæða.

Breytingartillaga fulltrúa Ölfuss borin undir atkvæði og felld með meirihluta atkvæða.

Tillögur að endurskoðuðum stofnsamningi fyrir Skólaskrifstofu síðan samþykktar með meginþorra atkvæða

Þá var einnig samþykkt samhljóða að senda tillögurnar með samþykktum áorðnum breytingum til aðildarsveitarfélaga Skólaskrifstofu til endanlegrar afgreiðslu.

5. TILLAGA AÐ FUNDARSKÖPUM FYRIR AÐALFUND SASS.

Lagðar fram tillögur að fundarsköpum fyrir aðalfund SASS. Valtýr Valtýsson fylgdi tillögunum úr hlaði og fór yfir þær og útskýrði.

Þeir sem tóku til máls um tillöguna voru: Bergur Pálsson, Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir og Engilbert Olgeirsson.

Tillögurnar síðan samþykktar samhljóða.

6. TILLAGA AÐ SAMNINGI SASS OG FRÆÐSLUNETS SUÐURLANDS UM

SÍMENNTUN.

Lögð fram tillaga að samningi milli SASS og Fræðslunets Suðurlands um símenntun og símenntunaráætlanir sveitarfélaga.

Þorvarður Hjaltason fór yfir forsendur fyrir tilurð tillögunnar og útskýrði helstu liði hennar.

Þorvaldur Guðmundsson lagði fram eftirfarandi tillögu um málið:

„Fulltrúar bæjarstjórnar Árborgar leggja til að drögum að samningi um símenntun verði vísað frá“.

Þá skýrði Hjörleifur Brynjólfsson Ölfusi frá því að Sveitarfélagið Ölfus stefndi að því að gera sína eigin áætlun og fulltrúar Ölfuss styddu tillögu fulltrúa Árborgar.

Tillaga fulltrúa Árborgar um að vísa tillögunni frá síðan samþykkt samhljóða.

7. ÖNNUR MÁL.

Fundarstjóri lagði síðan fram tillögu þess efnis að fundurinn heimilaði að tekin yrði á dagskrá tillaga um kosningu fulltrúa í samgöngunefnd SASS samkvæmt samþykkt samgönguþings SASS frá 15. nóvember s.l.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Lagði hann síðan fram eftirfarandi tillögu:

„Aukafundur SASS haldinn 27. nóvember 2002 í Þorlákshöfn samþykkir að skipa 5 manna samgöngunefnd sem vinni fram að næsta aðalfundi SASS.

Nefndin hafi það hlutverk að vinna að samræmdri samgönguáætlun SASS sbr. ályktun nýafstaðins samgönguþings SASS.

Nefndina skipi eftirtaldir:

Aðalmenn: Engilbert Olgeirsson Rangárþingi ytra.

Magnús Ágústsson Hveragerði.

Sigurður Ingi Jóhannsson Hrunamannahreppi.

Bryndís F. Harðardóttir Mýrdalshreppi.

Þorvaldur Guðmundsson Sveitarfélaginu Árborg.

Varamenn: Tryggvi Ingólfsson Rangárþingi eystra.

Stefán Guðmundsson Sveitarfélaginu Ölfusi.

Sveinn A. Sæland Bláskógabyggð.

Árni Jón Elíasson Skaftárhreppi.

Gylfi Þorkelsson Sveitarfélaginu Árborg.

Nefndin skipti með sér verkum“

Tillagan samþykkt samhljóða.

Þá gerði Sigurður Ingi Jóhannsson grein fyrir nýjum lögum um búfjárhald sem tóku gildi á vormánuðum þessa árs sem legðu sveitarfélögunum nýjar skyldur á herðar.

Samþykkt samhljóða að vísa málinu til stjórnar SASS svo og viðkomandi sveitarstjórna.

 

Fleira ekki gert og fundi

slitið kl. 19.00.

Guðni Pétursson

Ólafur Áki Ragnarsson