Setning
Ingunn Guðmundsdóttir formaður SASS setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Að ávarpi hennar loknu tóku fundarstjórar við stjórn hans, en þeir voru Árni Jón Elíasson og Jóna Sigurbjartsdóttir, en Halla Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.
Ávörp og erindi
Fyrstur flutti erindi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjallaði hann um þróun í kjaramálum og fjármálum ríkisins og sveitarfélaganna, breytingar á skattalögum og áhrif ýmissa ákvarðana ríkisins á tekjur og tekjustofna sveitarfélaganna.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum ávarpaði fundinn og flutti kveðjur sveitarstjórnarmanna þar. Í ljósi þess að starfsvettvangurinn verður sameiginlegur í framtíðinni fagnaði hann tækifærinu til að koma á þennan fund.
Dr. Grétar Eyþórsson stjórnmálafræðingur flutti fróðlegt erindi undir liðnum Stjórnsýsla sveitarfélaga, verkefni og fjármál. Fjallaði hann ítarlega um könnun sem hann gerði á viðhorfum sveitarstjórnarmanna annars vegar og annarra íbúa hins vegar til forsendna með/gegn sameiningu. Þar kom fram sterk fylgni viðhorfa fólks eftir væntri stöðu eigin sveitarfélags, eftir sameiningu.
Guðjón Yngvi Stefánsson framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi flutti erindi sem hann kallaði Stjórnsýslu í dreifbýli. Rakti hann þar drög að stofnun og uppbyggingu landshlutasamtaka sveitarfélaganna, sem öflugs áhrifavalds í hinum dreifðu byggðum. Taldi hann síst minni ástæðu til að vera vel á verði um hagsmuni þeirra eftir því sem tímar liðu, og nýta vel sóknarfæri.
Jón Kristjánsson alþingismaður, formaður nefndar um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga, tók næstur til máls.
Rakti hann undangengna flutninga á verkefnum yfir til sveitarfélaganna, og lög um tekjustofna sveitarfélaga. Reynt er að meta áhrif yfirfærslu á fjárhag þeirra, en í heild hefur komið í ljós að afkoman almennt hefur versnað undanfarin ár.
Munu Jöfnunarsjóði m.a. verða tryggðir meiri fjármunir, enda verður að tryggja sveitarfélögum tekjustofna til að þau séu í stakk búin til að taka við nýjum verkefnum og leysa þau myndarlega sem þau hafa nú þegar tekist á hendur. Lagði hann áherslu á nauðsyn góðs samráðs ríkis og sveitarfélaga um alla þætti sem varða þessi mál þegar nýjar leiðir eru skoðaðar.
Nokkrar umræður spunnust þegar framsögumenn höfðu lokið þessum erindum.
Karl Björnsson ræddi um tekjustofna og þjónustu sveitarfélaga og hugsanlega hlutdeild þeirra í óbeinum sköttum. Taldi hann nauðsynlegt að endurskoða ýmsa óbeina skattlagningu ríkisins á sveitarfélögin til verkefna sem þau litla möguleika á að hafa áhrif á.
Drap hann á ýmis málefni sem myndu hafa mikinn kostnaðarauka í för með sér ef sveitarfélög ættu að hafa þau í sinni umsjá, það sem fólk mun sækja fastar eftir réttindum sínum á heimavelli.
Loftur Þorsteinsson ræddi um ónóga tekjustofna sveitarfélaganna í hinum dreifðu byggðum. Einnig gerði hann að umræðuefni óbilgjarnar kröfur ríkisvaldsins í þjóðlendumálinu og taldi rétt að Samband íslenskra sveitarfélaga leggðist á sveif með landeigendum í þessu máli.
Ragnar Ragnarsson tók einnig til máls um tekjustofnana og spurði nánar út í erindi Grétars, sem hann leysti úr.
Samúel Smári Hreggviðsson ræddi sömuleiðis fjármálin og tók undir orð Karls. Það gerðu þeir einnig Loftur og Ragnar, svo og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sem einnig ræddi vanda sveitarfélaga vegna kaupleiguíbúða, og velti einnig vöngum yfir könnun Grétars. Taldi hann fólk að mörgu leyti jákvæðara nú en fyrir fáum árum. Umræðan sé málefnalegri nú, en ekki á tilfinninganótunum. Grétar var sömu skoðunar, en ekki hefur verið kannað ýtarlega viðhorf íbúa þeirra sveitarfélaga sem sameinuð voru á síðasta áratug.
Guðmundur Stefánsson gerði fasteignagjöld að umræðuefni:
Geir Ágústsson ræddi fjármál og sameiningarmál, fasteignagjöld, og sjálfstæði minni sveitarfélaga. Guðni Ágústsson ráðherra ávarpaði fundinn og gerði þjóðlendumálið að umræðuefni. Vísaði hann á bug að ríkisstjórn bæri ábyrgð á kröfum þeim sem fram hafa verið settar af þar til skipaðri nefnd.
Viðar Steinarsson ræddi eins og og fleiri tekjustofna sveitarfélaga.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson taldi sýnt, vegna orða ráðherra, að stjórnvöld bæru ótvíræða ábyrgð á störfum téðrar kröfugerðarnefndar hálendisins, rétt eins og húsbændur bæru ábyrgð á verkum hjúa sinna.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ræddi vítt og breitt um sjónarmið sem fram höfðu komið hjá fundarmönnum. Svo gerðu einnig Guðjón Yngvi Stefánsson og Jón Kristjánsson.
Ingunn Guðmunddóttir þakkaði frummælendum góð erindi. Ítrekaði hún nauðsyn þess að kjarasamningar héldu. Núverandi ástand væri óviðunandi.
Guðni Ágústsson hnekkti fastar á fyrri orðum sínum varðandi hálendismálið.
Kaffihlé.
Að loknu kaffihléi var fundi fram haldið. Þá tók til máls Ásbjörn Blöndal Ólason veitustjóri á Selfossi. Fjallaði hann um könnun möguleika á að aðilar innan orkuiðnaðar á Suðurlandi og Suðurnesjum, í Hafnarfirði og af öðrum svæðum, ásamt viðkomandi sveitarfélögum komi á fót alhliða orku- og þróunarfyrirtæki.
Gísli Páll Pálsson gagnrýndi að erindi Ásbjörns hefði ekki verið kynnt í fundarboði. Ingunn Guðmundsdóttir kvað málið ekki hafa verið komið nógu langt í vinnslu til að hægt yrði að kynna það í dagskrá., en ávallt hefði staðið til að opna málið til kynningar öllum, enda hefði það verið sett á dagskrá á síðustu stundu með samþykki stjórnar.
Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra.
Ingunn Guðmundsdóttir flutti ágrip af skýrslunni og vísast til hennar í fundargögnum.
Þorvarður Hjaltason greindi frá rekstri stofnana á vegum SASS. Hann fór síðan yfir ársreikning SASS og skýrði einstaka liði og lagði fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2000, vegna SASS, Heilbrigðieftirlits Suðurlands og Skólaskrifstofu Suðurlands.
Að því loknu lögðu nokkrir fram tillögur sem vísað var til viðkomandi nefnda ásamt greinargerðum, og verður þeirra getið síðar.
Fundi var síðan frestað til morguns.
Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits
Fyrst á dagskrá var starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, sem Matthías Garðarsson flutti og vísast til hennar í fundargögnum. Leysti hann úr fyrirspurnum varðandi skýrsluna.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson flutti skýrslu Heilbrigðisnefndar Suðurlands. Taldi hann í framhaldi af því nauðsynlegt að skilgreina með skýrari hætti umboð nefndarmanna og hlutverk nefndarinnar með tilliti til laga og reglugerða. Hann ræddi síðan einstök atvik frá starfi nefndarinnar og starfsmanna hennar á síðasta starfsári sem urðu til þess beint og óbeint að hann skilar nú umboði sínu sem formaður nefndarinnar til aðalfundar SASS, og segir sig úr nefndinni.
Jón Hólm Stefánsson hvatti til meiri umfjöllunar um heilbrigðismálin og ræddi sérstaklega sýkingar matvæla og búpenings á undanförnu ári. Svo gerði einnig Matthías Garðarsson sem svaraði fyrirspurn.
Margrét Frímannsdóttir ræddi breytt hlutverk heilbrigðisnefnda á undanförnum árum og lýsti sívaxandi kröfum sem gerðar hafa verið til þeirra og taldi nefnd og starfsmenn hafa náð verulegum árangri í erfiðum málum. Spurðist hún fyrir um dagsektir og önnur refsiákvæði gagnvart vanefndum á framkvæmdum og leysti Matthías úr þeim spurningum.
Ingunn Guðmundsdóttir þakkaði Guðmundi Inga og nefndinni fyrir starfið á erfiðu ári.
Starfsskýrsla Skólaskrifstofu Suðurlands
Þá var komið að skýrslu Skólaskrifstofu Suðurlands sem Ragnar S. Ragnarsson flutti og vísast til hennar í fundargögnum.
Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands ræddi stefnu og viðhorf í skólamálum og aukinn kostnað með breyttu skipulagi þeirra. Mikill metnaður er gagnvart þessum málum bæði hjá starfsmönnum skrifstofunnar og sveitarstjórnarmönnum.
Nefndastörf
Nefndarstörf hófust. Eftirtaldar nefndir þinguðu og skiluðu áliti; sem fundurinn fjallaði síðan um:
Allsherjarnefnd, – | formaður Sigríður Ólafsdóttir. |
Fjárhagsnefnd, – | formaður Karl Björnsson. |
Menntamálanefnd, – | formaður Ágúst Ingi Ólafsson. |
Kjörbréfa- og kjörnefnd, – | formaður Óli M. Aronsson. |
Samgöngu- og atvinnumálanefnd, – | formaður Jón Hólm Stefánsson |
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd, – | formaður Ólafía Jakobsdóttir |
Fulltúar í starfsnefndum á aðalfundi SASS 2000
- Allsherjarnefnd
Sigríður Ólafsdóttir formaður
María Sigurðardóttir
Brynjólfur Bjarnason
Samúel Smári Hreggviðsson
Ingibjörg Steindórsdóttir
Jónas Jónsson
Loftur Þorsteinsson
Agnes Antonsdóttir
Böðvar Pálsson
Sigrún Þórarinsdóttir
Sigurður Bjarnason
Sigurður P Ásólfsson
Fjárhagsnefnd
Karl Björnsson
Engilbert Olgeirsson
Hálfdán Kristjánsson
Sesselja Jónsdóttir
Hafsteinn Jóhannesson
Menntamálanefnd
Ágúst Ingi Ólafsson formaður
Bjarki Reynisson
Pálína Björk Jónsdóttir
Sveinn Ingvarsson
Guðjón Árnason
Árni Erlendsson
María Hauksdóttir
Margeir Ingólfsson
Guðjón Ægir Sigurjónsson
Aldís Hafsteinsdóttir
Eirikur Ágústsson
Margrét Baldursdóttir
Theódór Vilmundarson
Ragnar Sær Ragnarsson
Kjörbréfa- og kjörnefnd
Óli Már Aronsson formaður
Kristján Einarsson
Gísli Páll Pálsson
Árni Jón Elíasson
Gunnar Þorgeirsson
Samgöngu- og atvinnumálanefnd
Jón Hólm Stefánsson formaður
Hjörleifur Brynjólfsson
Árni Magnússon
Geir Ágústsson
Sigurður Ævar Harðarson
Viðar H. Steinarsson
Engilbert Olgeirsson
Björn Gíslason
Bryndís F. Harðardóttir
Valtýr Valtýsson
Guðmundur Svavarsson
Kjartan Lárusson
Sveinn A. Sæland
Torfi Áskelsson
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd
Ólafía Jakobsdóttir formaður
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Guðmundur Stefánsson
Heimir Hafsteinsson
Sigurlaug Angantýsdóttir
Ásgerður Eiríksdóttir
Jón Ólafsson
Guðrún Birgisdóttir
Halldóra Gunnarsdóttir
Helga Þorbergsdóttir
Ólafur Tryggvason
Sigríður Sveinsdóttir
Sigrún Þórarinsdóttir
Unnsteinn Hermannsson
Formaður SASS
Ingunn Guðmundsdóttir
Fundarstjórar
Árni Jón Elíasson
Jóna Sigurbjartsdóttir
Fundarritari
Halla Guðmundsdóttir
Starfsmenn fundarins
Ingibjörg Árnadóttir
Þorvarður Hjaltason
Elín Pálsdóttir
Samþykktir fundarins
Hér á eftir fara samþykktir fundarins.
Óli Már Aronsson talaði fyrir hönd Kjörbréfanefndar, sem lýsti þingfulltrúa rétt kjörna.
Fjárhagsnefnd
1) Aðalfundur SASS samþykkir ársreikning fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga fyrir árið 1999, ársreikning fyrir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fyrir árið 1999 og ársreikning fyrir Skólaskrifstofu Suðurlands fyrir árið 1999.
2) Aðalfundur SASS samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fyrir árið 2000. Jafnframt er samþykkt að heimila stjórn samtakanna að ráðstafa áætluðum rekstrarafgangi til að standa undir kostnaði við nýtt skjalavistunarkerfi og til að greiða útgjöld vegna fyrirhugaðra innanhússbreytinga á skrifstofu samtakanna.
3) Aðalfundur SASS samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir árið 2000.
4) Aðalfundur SASS samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Skólaskrifstofu Suðurlands fyrir árið 2000 með þeirri breytingu að þjónustuframlög sveitarfélaga hækki um kr. 1,6 millj. til að bæta eiginfjárstöðu skólaskrifstofunnar.
5) Aðalfundur SASS lýsir ánægju með þá þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár í fjárhagslegri uppbyggingu samtakanna.
6) Aðalfundur SASS skorar á ríkisstjórn og Alþingi að vinna nú þegar að eftirtöldum verkefnum:
- a) Að 15% kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga í stofnkostnaði og meiriháttar viðhaldi heilbrigðisstofnana falli niður.
b) Að 40% kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga í stofnkostnaði framhaldsskóla falli niður.
c) Að sveitarfélög fái hlutdeild í neyslusköttum.
d) Að sveitarfélögum verði tryggðar sömu tekjur og þau nú hafa af fasteignaskatti verði fyrirkomulag þeirrar skattheimtu breytt.
e) Að tryggt verði að sveitarfélögin fái nægar tekjur til að standa undir kostnaði við framkvæmd nýrra laga um félagsþjónustu.
Í fjárhagsnefnd sátu: Karl Björnson, formaður, Engilbert Olgeirsson, Hálfdán Kristjánsson, Sesselja Jónsdóttir, Hafsteinn Jóhannesson og Sveinn Sæland.
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd
Ólafía Jakobsdóttir formaður, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Guðmundur Stefánsson, Heimir Hafsteinsson, Margrét Baldursdóttir, Jón Ólafsson, Halldóra Gunnarsdóttir, Ólafur Tryggvason, Sigríður Sveinsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir Svanhvít Sveinsdóttir og Unnsteinn Hermannsson.
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, fagnar væntanlegri úttekt og endurskoðun á skipulagi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem miðar að því að það verði áfram í fararbroddi á sínu sviði svo sem verið hefur.
Þá lýsir fundurinn áhyggjum sínum af þeim sýkingum sem upp hafa komið varðandi matvælaframleiðslu í landbúnaði á Suðurlandi og hvetur sveitarstjórnir og alla aðra sem málið varða til að vanda alla umgengni við náttúruna. Nauðsynlegt er að farga hræjum, sláturúrgangi og öðru slíku strax á fullnægjandi hátt. Bæta þarf hreinsun frárennslis og koma í veg fyrir að vargfugl eigi aðgang að æti, t.d. við matvælavinnslu, fiskverkunarstöðvar, frárennslisútrásir og urðunarstaði sorps.
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, telur brýnt að hið fyrsta sé gerður samningur milli fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra um framkvæmdaáætlun sem miðar að því að framkvæmdir við viðbyggingu við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi geti hafist árið 2001. Jafnframt verði tryggt að núverandi þjónustustig verði í engu skert.
Þá styður fundirinn framkomnar hugmyndir um að Heilbrigðisstofnunin Selfossi taki að sér kennslu í heimilislækningum á háskólastigi.
Menntamálanefnd
Í nefndinni sátu Ágúst Ingi Ólafsson formaður, Guðjón Ægir Sigurjónsson, Eiríkur Ágústsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Bjarki Reynisson, Árni Erlendsson, Pálína Björk Jónsdóttir, Sveinn Ingvarsson, Guðjón Árnason og Sigurlaug Angantýsdóttir. Auk þess sat fundinn Ragnar S. Ragnarsson, starfandi forstöðumaður Skólaskrifstofunnar.
Ársskýrsla Skólaskrifstofu Suðurlands
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17.-18. mars 2000 lýsir yfir ánægju sinni með ársskýrslu Skólaskrifstofu Suðurlands . Jafnframt telur aðalfundurinn að það gæðastarf sem unnið er á Skólaskrifstofunni sé til fyrirmyndar.
Sálfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17.-18. mars 2000 skorar á stjórnvöld að tryggja fjármagn til stöðu sálfræðings við heilsugæslustöðvarnar á Suðurlandi til frambúðar.
Fræðslunet Suðurlands
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17.-18. mars 2000 lýsir yfir ánægju sinni með stofnun Fræðslunets Suðurlands. Aðalfundurinn telur brýnt að unnið verði að því markmiði sem stefnt hefur verið að, sem felst í að efla menntun á háskólastigi á Suðurlandi. Aðalfundurinn beinir því til ríkisvaldsins að tryggð verði aukin fjárframlög til Fræðslunets Suðurlands þannig að unnt sé að vinna að framangreindu markmiði.
Fjölbrautaskóli Suðurlands
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17.-18. mars 2000, fagnar þeirri vinnu sem hafin er til undirbúnings byggingu íþróttahúss við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfoss og hvetur til þess að hraðað verði öllum framkvæmdum við byggingu íþróttahússins.
Aðalnámskrá grunnskóla
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17.-18. mars 2000, skorar á ríkisvaldið að tryggja fullnægjandi tekjustofna til sveitarfélaganna til að mæta kostnaðarauka sem hlýst af nýrri aðalnámskrá grunnskóla.
Samgöngu- og atvinnumálanefnd
Stækkun hafnar í Þorlákshöfn
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, skorar á alþingismenn Suðurlands að beita sér af miklum þunga fyrir umtalsverðri stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn. Þær áætlanir, sem nú er unnið að hjá Siglingarmálastofnun um verulega stækkun hafnarinnar, sýna að slík framkvæmd er hagkvæm. Stór hafskipahöfn í Þorlákshöfn, sem sinnt gæti umtalsverðum inn- og útflutningi, auk núverandi þjónustuhlutverks, mun skapa margvísleg tækifæri til atvinnusköpunar og jákvæðrar byggðaþróunar fyrir Suðurland allt.
Styrking landbúnaðar
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, vekur athygli á þeim miklu möguleikum sem Suðurland hefur upp á að bjóða til fjölbreyttrar landbúnaðarframleiðslu. Landbúnaður, úrvinnslugreinar hans og ýmis atvinnustarfsemi tengd landbúnaði er umtalsverður þáttur í lífsviðurværi á Suðurlandi. Aðalfundur SASS lýsir áhyggjum sínum á núverandi afkomu þessarar atvinnugreinar og hvetur til raunhæfrar sóknar, sem styrkt geti atvinnugreinina. Í því sambandi er horft til starfsemi Búnaðarsambands Suðurlands, afurðastöðva bænda á Suðurlandi og jákvæðra aðgerða ríkisvaldsins varðandi samkeppnisstöðu íslenskrar og erlendrar landbúnaðarframleiðslu.
Styrking jaðarbyggða
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000 skorar á ríkisvaldið að tryggja svo sem kostur er, viðgang og vöxt jaðarbyggða. Mörg þau vandamál, sem slíkar byggðir fást við, verða ekki milduð nema með tilstyrk ríkisvaldsins, og leggur aðalfundurinn áherslu á að það verði gert.
Suðurveita
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, styður eindregið hugmyndir um að sérstakt orkufyrirtæki sem næði til Suðurlands og Suðurnesja verði kannaðar til hlítar.
Jöfnun raforkuverðs
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, skorar á iðnaðarráðherra og Alþingi að nú þegar verði gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að jafna orkuverð í landinu. Ekki er vansalaust fyrir stjórnvöld hvað lítið er aðhafst í þessum efnum, á sama tíma og herðir á fólksflóttanum til Reykjavíkur, sérstaklega m.t.t. þess að orkufyrirtækin eru öll í opinberri eigu.
Raforkubændur/smávirkjanir
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, hvetur til þess að sköpuð verði skilyrði fyrir eigendur smárra raforkuvirkjana til að þeir geti selt umframorku inn á stærri markað.
Þrífösun rafmagns/styrking dreifikerfis
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, skorar á yfirvöld raforkumála og Rafmagnsveitur ríkisins að undinn verði bráður bugur að styrkingu raforkudreifikerfisins og jafnframt að þrífösun rafmagns.
Suðurstrandarvegur
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, skorar á Alþingi og ríkisstjórn að gerð Suðurstrandarvegar á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur verði hraðað og litið verði á lagningu vegarins sem sérstakt verkefni í tengslum við fyrirhugaða kjördæmabreytingu, þegar Suðurland og Suðurnes renna saman í eitt kjördæmi. Ein meginforsenda slíkrar breytingar er að hið nýja Suðurkjördæmi verði ein samgönguleg heild. Þar sem aðeins 3 ár eru þar til kjördæmabreytingin tekur gildi er mjög mikilvægt að nú sem allra fyrst verði teknar ákvarðanir um framkvæmdina og fjármögnun hennar. Í því sambandi leggur aðalfundur SASS áherslu á að um sérstaka fjármögnun verði að ræða, utan hefðbundinna fjárveitinga til vegamála. Jafnframt leggur aðalfundurinn áherslu á að gerð Suðurstrandarvegar mun hafa mikla þýðingu fyrir atvinnulífið, ekki hvað síst í ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Þá er ljóst að lagning slíks vegar hefur einnig mikið gildi út frá öryggissjónarmiðum.
Hlutur Suðurlands í samgöngumálum
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, beinir því til þingmanna Suðurlands að beita sér fyrir því að hlutur Suðurlands verði aukinn í samræmi við umferðarþunga og lengd vegakerfis í landshlutanum.
Greinargerð:
Hlutur Suðurlands í vegafé er engan veginn í samræmi við lengd vegakerfis né umferðaþunga. Vakin er athygli á mikilvægi vega við uppbyggingu og tilvist atvinnulífs í landshlutanum umfram aðra landshluta sem byggja mun meira á sjó- og loftflutningum og hafa fengið fjárveitingar til hafna- og flugvallagerðar langt umfram Suðurland.
Gjábakkavegur
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, beinir því til þingmanna Suðurlands að beita sér fyrir því að flýta sem kostur er lagningu Gjábakkavegar að Laugavatni.
Greinargerð:
Þar sem sveitarfélögin; Þingvallahreppur, Laugardalshreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Biskupstungnahreppur stefna að sameiningu haustið 2001, er lagning Gljábakkavegar ein af grundvallarforsendum þess að af þeirri sameiningu geti orðið. Auk þess er þetta ein fjölmennasta ferðamannaleið landsins og myndi tilkoma vegararins létta mjög á umferðarþunga um Hellisheiði.
Aukin áhrif sveitarstjórna í samgöngumálum
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, beinir því til Alþingis, þingmanna Suðurlands og Vegagerðarinnar að taka upp aukið samstarf við sveitarstjórnir um forgangsröðun verkefna í vegamálum landshlutans, hvað varðar nýbyggingar og viðhaldsverkefni. Kostnaður við snjómokstur á tengivegum sé meðhöndlaður með sama hætti og annað viðhald, en ekki settur að hálfu á sveitarfélögin
Hálendisvegir
Fundurinn vill vekja sérstaka athygli á mikilvægi þess að sett verði á fót nefnd sem vinni hugmyndir að framtíðarskipulagi og uppbyggingu landsvega á hálendi Íslands.
Greinargerð:
Málefni safnvega og reiðvega þarf að taka til endurskoðunnar hvað varðar framkvæmdarþátt verkefnisins. Fjárframlög til þessara mála hafa verið knöpp og því afar mikilvægt að leitað verði allra leiða til að fjármagn nýtist sem best. Aðkoma sveitarfélaga að verkþáttum verkefnisins myndi gefa möguleika á betri nýtingu og hröðun verkefna þar af leiðandi. Nauðsynlegt er að hagsmunaaðilar komi að nefnd um landsvegi og er þá sérstaklega vísað til fulltrúa sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og Náttúruverndar ríkisins.
Lýsing yfir Hellisheiði og Þrengsli
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og18. mars 2000 fagnar áformum Orkuveitu Reykjavíkur um veglýsingu Suðurlandsvegar um Þrengsli, en leggur áherslu á mikilvægi veglýsingar á Hellisheiði. Um einn fjölfarnasta veg landsins er að ræða og akstursaðstæður á vetrum oft erfiðar. Því er hér um brýnt hagsmuna- og öryggismál allra þeirra sem um veginn fara.
Bætt símkerfi
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, skorar á Landsímann hf., að hraða og treysta uppbyggingu símkerfis um land allt þannig að það uppfylli þarfir nútíma upplýsingasamfélags.
Greinargerð:
Fjarvinnsla er afar mikilvægur þáttur í okkar samfélagi og getur verið grundvöllur að öflugri byggðaþróun. Æskilegt er að allir landsmenn sitji við sama borð hvað verðlag og þjónustu varðar. Í ljósi þess að boðkerfi Landsímans verður lagt niður á næstunni, verður að tryggja bætta þjónustu í farsímakerfinu enda er um afar brýnt öryggismál að ræða. Styrkja verður farsímakerfin svo þau geti sinnt þessari þjónustu.
Allsherjarnefnd
Allsherjarnefnd leggur til að tillögur um lagabreytingar verði samþykktar.
Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra.
Aðalfundur SASS þakkar fyrir vel gerða skýrslu og framsetningu og þakkar stjórninni fyrir vel unnin störf.
Þjóðlendunefnd.
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, telur að kröfunefnd ríksins hafi farið offari í kröfum sínum á hendur landeigendum í Árnessýslu. Markmið þjóðlendulaganna, þ.e. laga nr. 58/1998, er að skera úr um eignarhald á landi sem enginn geti sannað eignarétt sinn á en með kröfugerð sinni gengur ríkisvaldið þvert á þinglýstar eignarheimildir og starfar þannig alls ekki í anda laganna. Aðalfundur SASS skorar því á fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisins, að draga kröfulínu ríkisins út fyrir þinglýstar eignarheimildir þannig að óbyggðanefnd geti tekið til við að úrskurða um þau svæði sem henni er ætlað að fjalla um. Jafnframt leggur fundurinn til að þjóðlendunefndin verði endurskipuð og að fleiri ráðuneyti komi að skipan nefndarinnar.
Refa og minkaveiðar.
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, beinir þeim tilmælum til stjórnvaldsins/Umhverfisráðuneytis að kostnaður við eyðingu refa og minka verði alfarið á hendi ríkisvaldsins. Jafnframt verði stóraukið fjármagn í málaflokkinn.
Verkefnaflutningur.
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, skorar á ríkisstjórn Íslands að hún beiti sér í stórauknum mæli fyrir flutningi verkefna á vegum ríkisins út á land. Með þeim stórstígu framförum sem hafa orðið í upplýsingatækni og rafrænum samskiptum á undanförnum árum hafa skapast gjörbreyttar aðstæður að þessu leyti. Einnig hvetur fundurinn til að nýjum stofnunum verði fundinn staður úti á landi ef þess er nokkur kostur og jafnframt verði kannaðir möguleikar á að flytja þær stofnanir út á land sem ekki er nauðsynlegt starfseminnar vegna að hafi aðsetur í Reykjavík.
Þjónusta Íslandspósts.
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, mótmælir harðlega áformum Íslandspósts um minnkaða þjónustu og niðurlagningu fjölmargra starfa víðs vegar um Suðurland. Fundurinn bendir á þann tvískinnung ríkisvaldsins að leggja niður störf á sama tíma og ríkið stendur að sérstöku jaðarbyggðaverkefni í V-Skaftafellssýslu sem hefur þann megintilgang að fjölga störfum. Vinstri höndin verður að vita hvað sú hægri gjörir. Þá bendir fundurinn einnig á að samkvæmt skýrslu sem Byggðastofnun lét vinna fyrir um einu ári, þá hefur opinberum störfum fjölgað mjög í Reykjavík á undanförnum árum á sama tíma og slíkum störfum hefur fækkað að sama skapi á landsbyggðinni. Þeirri öfugþróun þarf að snúa við.
Vatnajökulsþjóðgarður.
Aðalfundur SASS, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 17. og 18. mars 2000, telur að fram komnar hugmyndir um Vatnajökulsþjóðgarð vera of snemma á ferðinni m.t.t. þess að flest sveitarfélög sem hafa með stjórnsýslu á svæðinu að gera eiga ólokið skipulagsvinnu.
Ólafía Jakobsdóttir lagði til að tillögu um Vatnajökulsþjóðgarð yrði vísað frá. Það var samþykkt, með 9 atkvæðum gegn 6.
Aðrar tillögur
Ályktun lögð fram á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Kirkjubæjarklaustri 17. – 18. mars, 2000.
Aðalfundur SASS harmar og átelur þau vinnubrögð og starfsaðferðir sem heilbrigðifulltrúar hafa haft í frammi varðandi umfjöllun og samskipti við fjölmiðla á undanförnum árum vegna ýmissa mála sem þeir hafa haft með höndum á vegum sveitarfélaganna.
Sú neikvæða og illvíga umræða sem hefur myndast við sum þeirra getur án vafa hafa orðið til þess að einstaklingar, fyrirtæki, og stofnanir hafa orðið fyrir meiri skaða en óhjákvæmilegt var vegna þeirra tilefna sem voru til umfjöllunar.
Greinargerð: Í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, sem fjalla m.a. um þessi efni, segir svo í 15. grein laganna:
- „Heilbrigðinefndir á hverju eftirlitssvæði til að annast eftirlit sveitarfélaganna með þeim viðfangsefnum sem undir lögin falla.“
Síðar í sömu grein segir svo varðandi heilbrigðisfulltrúa:
- „Sveitastjórnir setja þeim starfslýsingar að fengnum tillögum heilbrigðisnefndar og ákveða í samráði við heilbrigðisnefnd aðsetur þeirra.“
Sveitarfélögin sem eiga aðild að SASS hafa falið aðalfundi og stjórn samtakanna að fara með málaflokk heilbrigðiseftirlits fyrir þeirra hönd og þykir því rétt og nauðsynlegt að um þetta sé fjallað á þeim vettvangi.
Í 16. grein laganna segir síðan m.a.:
- „Upplýsingar og tilkynningar heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til fjölmiðla skulu vera efnislega rökstuddar og þess gætt að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón og álitshnekki að óþörfu. Sama gildir um aðra sem starfa samkvæmt lögum þessum.“
Einstaka starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hafa vakið athygli landsmanna fyrir það að umfjöllun þeirra í fjölmiðlum er með allnokkuð öðrum og meira áberandi hætti en í öðrum landshlutum. Um þverbak þótti þó keyra síðastliðið sumar þegar heilbrigðisfulltrúarnir létu mynda sig í heilsíðugrein í útbreiddu dagblaði með ákveðna framleiðsluvöru, sem virkaði eins og auglýsing fyrir hana. Þetta þykir ekki samrýmast starfsháttum opinberra embættismanna.
Fundarmenn samþykktu samhljóða að vísa ofangreindri ályktun til stjórnar.
Einnig var eftirfarandi tillaga lögð fram:
- „Aðalfundur SASS lýsir yfir stuðningi við framkomið frumvarp til breytinga á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og leggur til að afgreiðslu þess verði hraðað.“
Samþykkt samhljóða.
Kjörbréfa og kjörnefnd.
Óli Már Aronsson Kristján Einarsson, og Gísli Páll Pálsson, Gunnar Þorgeirsson og Árni Jón Elíasson.
Farið yfir kjörbréf. Fulltrúar frá 25 sveitarfélögum, alls 57 fulltrúar með gild kjörbréf. Tillaga Kjörnefndar:
- Stjórn SASS:
Hafsteinn Jóhannesson, Mýrdalshreppur.
Ágúst Ingi Ólafsson, Hvolhreppi.
Sveinn Sæland, Biskupstungnahreppi.
Torfi Áskelsson, Árborg.
Geir Ágústsson, Gaulverjabæjarhreppi
Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerði.
Sigurður Bjarnason, Ölfushreppi.
Varamenn í stjórn SASS:
Jóna Sigurbjartsdóttir, Skaftárhreppur.
Sveinbjörn Jónsson, V-Eyjafjallahreppi.
Heimir Hafsteinsson, Djúpárhreppi.
Guðmundur R. Valtýsson, Laugardalshreppi.
Samúel Smári Hreggviðsson, Árborg.
Guðjón Sigurjónsson, Árborg.
Bjarki Reynisson, Villingarholtshreppi.
Hafsteinn Bjarnason, Hveragerði.
Hjörleifur Brynjólfsson, Ölfushreppi
Formaður SASS:
Ingunn Guðmundsdóttir
Varaformaður SASS:
Valtýr Valtýsson
Fulltrúi í stjórn Fræðslunets Suðurlands:
Margrét Einarsdóttir, Austur-Eyjafjallahreppi.
Til vara:
Jóna Sigurbjartsdóttir, Skaftárhreppi.
Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands:
Svanhvít Sveinsdóttir, Mýrdalshreppi.
Sigríður Sveinsdóttir, Ásahreppi.
Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Gr.hreppi.
Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerði.
Ingimundur Sigurmundsson, Árborg.
Varamenn:
Sveinbjörg Pálsdóttir, Skaftárhreppi.
Guðjón Árnason, Vestur-Eyjafjallahreppi.
Margeir Ingólfsson, Biskupstungnahreppi.
Bjarki Reynisson, Villingaholtshreppi.
Ásmundur Sverrir Pálsson, Árborg.
Ársfundur Landsvirkjunar:
Jóna Sigurbjartsdóttir, Skaftárhreppi.
Guðmundur I. Gunnlaugsson, Rangárvallahr.
Kristján Einarsson, Árborg.
Hafsteinn Bjarnason, Hveragerði.
Varamenn:
Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshr.
Jónas Jónsson, Ásahreppi.
Gísli Páll Pálsson, Hveragerði
Hjörleifur Brynjólfsson, Ölfushreppi
Skoðunarmenn:
Ólafía Jakobsdóttir, Skaftárhreppur.
Jón Hólm Stefánsson, Ölfushreppi.
Til vara:
Kristján Mikkelsen, V-Eyjafjallahreppi.
Guðmundur Stefánsson, Hraungerðishreppi.
Heilbrigðisnefnd Suðurlandskjördæmis:
Heimir Hafsteinsson, Djúpárhreppi.
Gunnar Þorkelsson, Skaftárhreppi.
Svanborg Egilsdóttir, Árborg.
Sesselja Pétursdóttir, Ölfushreppi
Til vara:
Margrét Einarsdóttir, A-Eyjafjallahreppi.
Guðrún Jónsdóttir, Mýrdalshreppi.
Ásta Stefánsdóttir, Árborg.
Sigurður I. Jóhannsson, Hrunam.hreppi
Fundarslit
Drífa Hjartardóttir hvatti sunnlenska sveitarstjórnarmenn til að láta í sér heyrast og þakkaði góða samveru.
Ingunn Guðmundsdóttir formaður ávarpaði samkomuna að lokum, þakkaði starfsmönnum og fundarmönnum öllum samveru og samstarf, hvatti til samstöðu og einingar og sagði fundi slitið.
Halla Guðmundsdóttir
fundarritari.