5. desember 2025

  Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur samþykkt tillögur fagráða um haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2025. Alls var 42 milljónum króna úthlutað til 49 fjölbreyttra verkefna á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar. Umsóknir voru margar og fjölbreyttar sem vitnar um mikla grósku og sköpunarkraft í landshlutanum. Uppbyggingarsjóður Suðurlands gegnir lykilhlutverki í að styðja við verkefni sem efla

26. nóvember 2025

  Næstkomandi laugardag, klukkan 16:00, verður sköpunarkraftinum sleppt lausum í Íþróttahúsinu í Þorlákshöfn þegar hæfileikakeppnin Skjálftinn fer fram í fimmta sinn. Keppnin, sem er eitt af áhersluverkefnum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur fyrir ungmenni á Suðurlandi til að koma listsköpun sinni á framfæri. Skjálftinn er hæfileikakeppni fyrir nemendur í

26. nóvember 2025

  Sveitarfélögin Rangárþing ytra og Rangárþing eystra í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga auglýsa laust til umsóknar starf byggðaþróunarfulltrúa. Byggðaþróunarfulltrúi veitir ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnu- og byggðaþróunar, vinnur að upplýsingaöflun, miðlun upplýsinga og svæðisbundnum verkefnum á sviði byggðaþróunar. Byggðaþróunarfulltrúi sinnir verkefnum í samráði við sveitarfélögin tvö og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Einnig starfar

21. nóvember 2025

  „Ölfus hefur fest sig í sessi sem raunhæfur og spennandi kostur til uppbyggingar ferðaþjónustu,“ var meðal þess sem kom fram á fjölsóttum kynningarfundi um stöðu og framtíð ferðaþjónustunnar í sveitarfélaginu sem haldinn var í Ráðhúsi Ölfuss fimmtudaginn 20. nóvember. Framkvæmdastjóri SASS var meðal þátttakenda á fundinum, en markmið hans var að efla samstarf og

18. nóvember 2025

  Verkefnastjóri SASS var meðal u.þ.b. 80 þátttakenda á vel sóttri ráðstefnu, „Lykilfólk í barnamenningu“. Ráðstefnan var samstarfsverkefni „List fyrir alla“ og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og var haldin í Golfskálanum Leyni á Akranesi nýverið. Ráðstefnan einkenndist af fjölbreyttum, fræðandi erindum og lifandi umræðum. Jöfn tækifæri óháð búsetu Málþingið var formlega opnað af menningar-, nýsköpunar-

17. nóvember 2025

  Tólf nýsköpunarteymi luku nýverið viðskiptahraðlinum Startup Landið 2025, sem er samstarfsverkefni landshlutasamtakanna utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið hraðalsins er að styðja frumkvöðla víðs vegar af landinu í að þróa hugmyndir sínar, efla viðskiptahæfni og byggja upp tengslanet. Frá hugmynd að framkvæmd á sjö vikum Startup Landið stóð yfir í sjö vikur og fengu þátttakendur fræðslu um

14. nóvember 2025

  Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SASS og Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá SASS og menningarfulltrúar landshlutasamtakanna áttu uppbyggilegan fundardag í Reykjavík miðvikudaginn 12. nóvember. Markmið ferðarinnar var að ræða stöðu menningarmála, efla tengslanet og auka sýnileika menningar á landsbyggðinni. Staða menningarhúsa rædd við ráðherra Dagurinn hófst á fundi með Loga Einarssyni, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Aðalumræðuefnið

12. nóvember 2025

  Háskólafélag Suðurlands og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa undirritað samning að fjárhæð 2,5 milljónir króna vegna áhersluverkefnisins „Nýsköpunarstefna fyrir Suðurland“. Verkefnið, sem styrkt er af Sóknaráætlun Suðurlands, felur í sér að Háskólafélagið leiði mótun heildstæðrar stefnu til að samræma og efla nýsköpunarstarf í landshlutanum. Meginhlutverk Háskólafélags Suðurlands er að auka búsetugæði með því að færa