Nú er slegið í Upptaktinn á nýjan leik og leitað að hugmyndum frá börnum og ungmennum í 5.–10. bekk sem hafa áhuga á að skapa sína eigin tónlist. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga eru stoltur samstarfsaðili verkefnisins og hvetja öll skapandi ungmenni á Suðurlandi til að taka þátt. Upptakturinn er tónsköpunarverkefni sem hefur það að markmiði að
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, fjölmennasti tengslaviðburður ársins í íslenskri ferðaþjónustu, fór fram í Kórnum í Kópavogi þann 15. janúar síðastliðinn. Sunnlendingar voru áberandi á sýningunni en 77 fyrirtæki af þeim 260 sem tóku þátt voru af Suðurlandi. Gestir Mannamóta voru um 1200 í ár og um 500 manns voru í húsi sem sýnendur og því
Byggðastofnun auglýsir eftir tilnefningum í Landstólpann sem er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar sem veitt er árlega á ársfundi stofnunarinnar. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar,
KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar HÍ blása til opins kynningarfundar mánudaginn 19. janúar á milli kl 11:00 og 13:00 í Fjölheimum á Selfossi í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Háskólafélag Suðurlands og Orkídeu. Viðburðurinn er liður í hringferðinni „Nýsköpun & Ný Tengsl“ þar sem markmiðið er að tengja frumkvöðla og
Nýstofnað félag, Eyjagöng ehf., boðar til opinna kynningarfunda í Vestmannaeyjum og á Hvolsvelli til að kynna rannsóknarverkefni sem snýr að mögulegri jarðgangatengingu milli Vestmannaeyja og meginlandsins. Félagið var stofnað til að leiða ítarlegar jarðrannsóknir á svæðinu, sem taldar eru eitt mikilvægasta rannsóknarverkefni samgöngumála á Suðurlandi í áratugi. Tilefni stofnunarinnar er niðurstaða starfshóps á vegum
SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2025. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með
Ný skýrsla Byggðastofnunar um tekjur einstaklinga eftir svæðum árin 2008–2024 leiðir í ljós að Suðurland hefur sýnt hvað mesta viðspyrnu og vöxt allra landshluta á undanförnum árum. Þrátt fyrir áskoranir í efnahagslífinu sker landshlutinn sig úr með mikilli aukningu heildaratvinnutekna, sem drifin er áfram af öflugu atvinnulífi og fólksfjölgun. Mesti vöxturinn frá 2017 Þegar
Stjórn og starfsfólk Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga óska Sunnlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Við þökkum fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Um leið og við lítum björtum augum til framtíðar sendum við ykkur okkar bestu óskir um farsæld á komandi ári. Opnunartími um hátíðarnar Vakin er athygli