Umsóknarfrestur fyrir haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands rann út 28. október síðastliðinn. Alls bárust 132 umsóknir sem endurspeglar mikinn áhuga og grósku í atvinnu- og menningarlífi á svæðinu.

Mat á umsóknum hafið

Nú tekur við ítarleg yfirferð og mat á öllum innsendum umsóknum. Sú vinna er í höndum tveggja sérhæfðra fagráða sjóðsins. Annað ráðið leggur mat á verkefni á sviði atvinnu- og nýsköpunar en hitt tekur fyrir menningartengd verkefni.

Niðurstöðu að vænta í desember

Stefnt er að því að ljúka mati og úthlutun í byrjun desember. Niðurstöður verða kynntar á heimasíðu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Þá munu allir umsækjendur fá svar sent í tölvupósti um leið og niðurstaða liggur fyrir.