Okkar kæra Harpa Elín Haraldsdóttir, kvaddi þann 1. nóvember sl eftir baráttu við krabbamein. Harpa stafaði í hópi atvinnuráðgjafa á Suðurlandi frá því að hún tók við starfi forstöðukonu Kötluseturs í Vík, í ágúst 2021. Hún kom inn í starfið með ómótstæðilega orku, geislandi nærveru, endalausa bjartsýni og eldhug sem heillaði alla sem nutu þess láns að kynnast henni.
Á ársfundi SASS sem haldinn var 23. okóber sl. voru Hörpu veitt menningar- og samfélagsverðlaun samtakanna ársins 2025 „fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt framlag sitt til menningar og samfélags í Mýrdalshreppi“, eins og komist var að orði við afhendingu verðlaunanna, orð sem allir er unnu með Hörpu geta tekið undir.
Við kveðjum okkar dásamlegu vinkonu og samstarfskonu með mikilli sorg en jafnframt miklu þakklæti. Við erum ríkari af því að hafa kynnst henni.
Fjölskyldu og vinum vottum við okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga og samstarfsaðila,
Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri og
Anton Kári Halldórsson formaður stjórnar
