Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) er nú með opið fyrir tillögur að áhersluverkefnum fyrir árið 2026. Hægt er að senda inn tillögur til og með 17. nóvember nk. á netfangið sass@sass.is.

Áhersluverkefni eru þróunarverkefni sem unnin eru af starfsmönnum SASS eða öðrum aðilum, svo sem einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum, sem gert er samkomulag við um framkvæmd þeirra. Verkefnin eru fjármögnuð sem hluti af Sóknaráætlun Suðurlands 2025–2029 og skulu samræmast áherslum og markmiðum hennar.

Sóknaráætlunin fyrir tímabilið 2025–2029 leggur áherslu á fjóra megin málaflokka:
atvinnu og nýsköpun, samfélag, umhverfi og innviði.
Æskilegt er að áhersluverkefnin hafi skírskotun til allra atvinnusóknarsvæða Suðurlands og stuðli að jákvæðri þróun á svæðinu í heild.

Upplýsingar sem skulu fylgja tillögunni

  • Heiti verkefnis
  • Framkvæmdaraðili
  • Samstarfsaðilar (ef við á)
  • Tengsl við Sóknaráætlun Suðurlands
  • Markmið verkefnis (helst mælanleg)
  • Árangursmælikvarðar
  • Afurð verkefnis
  • Tímarammi
  • Heildarkostnaður verkefnisins

Tillögum skal skila í PDF- eða Word-skjali á netfangið sass@sass.is.

Endilega verið í sambandi ef þið hafið spurningar eða óskið nánari upplýsinga.

Athugið að SASS áskilur sér rétt til að hafna tillögum, óháð því hvort þær uppfylli framangreind skilyrði eða ekki.