NORA og Visit Faroe Islands boða til ráðstefnu í Þórshöfn í Færeyjum dagana 21.–22. október 2025.

Ráðstefnan er haldin í tengslum við formennsku Færeyja í NORA árið 2025  og fjallar um hvernig nýsköpun og sjálfbær nálgun í haf- og strandferðaþjónustu getur skapað langtímagildi fyrir byggðir í Norðurlöndum og Norður-Atlantshafi.

Helstu erindi flytja:

  • Laura Storm (Danmörk) – sérfræðingur í sjálfbærri forystu og viðskiptaháttum, skráð á lista World Economic Forum yfir alþjóðlega unga leiðtoga.
  • Cillian Murphy (Írland) – leiðandi í verðlaunuðu samfélagsdrifnu ferðaverkefni á Loop Head-skaga.

Á ráðstefnunni verður einnig fjallað um reynslu frá:

  • Azoreyjum, þar sem ferðaþjónusta styður verndun hafs og menningararfs.
  • Thy, Danmörku, sem þróaðist frá hnignandi sjávarplássi yfir í þekktan „surfdestination“.
  • Maine Oyster Trail, Bandaríkjunum, sem tengir saman sjálfbæran sjávarútveg og ferðaþjónustu.

 

Ráðstefnan er ætluð ferðaþjónustuaðilum, sveitarstjórnum, stefnumótendum og öllum sem hafa áhuga á sjálfbærri nýtingu hafsins í þágu ferðaþjónustuþróunar og byggðaþróunar.

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um ráðstefnuna