fbpx

Markmið

Að skapa grundvöll fyrir starfsemi klassískrar hljómsveitar á Suðurlandi og kynna klassíska tónlist fyrir nemendum í grunnskólum á Suðurlandi.

Verkefnislýsing

Halda tónleika í grunnskólum á Suðurlandi og auðga menningarlíf í landshlutanum. Skjóta rótum undir starfsumhverfi tónlistarmanna á Suðurlandi og efla samskipti og samvinnu þeirra sem starfa að tónlist á Suðurlandi. Verkefni bætir ímynd Suðurlands og sjálfsmynd íbúa, og stuðlar að fjölbreytni í störfum í landshlutanum. 

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Verkefnið styður vel við megináherslu málaflokks Samfélags í Sóknaráætlun Suðurlands um bætta menningu, velferð, menntun og samstarf svo lífsgæði eflist og mannlíf á Suðurlandi blómstri. Verkefnið styður við áherslur í samfélagsþáttum um að efla menningartengda viðburði á Suðurlandi.

Málaflokkur

Menning og menntun

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

4.7 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjáfbærar þróunar. 

Árangursmælikvarðar

Verkefnið hefur það að markmiði að halda skólatónleika fyrir grunnskólanemendur í sem flestum grunnskólum á Suðurlandi. Viðmið samningsins er að það verði skólatónleikar í 2 daga, 5 tónleikar. 

Lokaafurð

Skólatónleikar fyrir grunnskóla á Suðurlandi. 


Verkefnastjóri
Góli ehf. 
Framkvæmdaraðili
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands 
Samstarfsaðilar
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og grunnskólar á Suðurlandi 
Heildarkostnaður
3.179.250 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.000.000 kr.
Ár
2022
Upphaf og lok verkefnis
janúar-desember 2022
Staða
Lokið
Númer
223001