fbpx

Nýstofnað Menningarráð Suðurlands  lauk gerð samþykkta fyrir ráðið á síðasta fundi sínum og  og jafnframt starfslýsingu menningarfulltrúa sem ætlunin er að ráða.  Samþykkt var að auglýsa starfið og er gert ráð fyrir að menningarfulltrúi taki til starfa 1. september nk.  Sjá nánar í auglýsingu:

Menningarfulltrúi Suðurlands

Menningarráð Suðurlands auglýsir  starf menningarfulltrúa Suðurlands.  Um nýtt starf er að ræða sem komið er á fót í kjölfar nýgerðs menningarsamnings á milli menntamálaráðuneytisins og sveitarfélaganna á Suðurlandi.  Starfið er brautryðjendastarf sem þarf að móta í samstarfi við Menningarráð Suðurlands.

Starfssvið:

  • Dagleg umsýsla fyrir Menningarráð Suðurlands.
  • Þróunarstarf í menningarmálum á Suðurlandi.
  • Fagleg ráðgjöf og verkefnastjórnun.
  • Efling samstarfs í menningarlífi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólanám eða sambærilegt nám,  sem nýtist í starfi.
  • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar.
  • Þekking og reynsla af lista- og menningarstarfi.
  • Góð tölvu- og tungumálakunnátta.

Við leitum að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem á auðvelt með  samskipti við fólk, er vanur sjálfstæðum vinnubrögðum og frumkvæði í störfum.

Vinnutími getur krafist sveigjanleika og starfinu fylgja töluverð ferðalög.  Skilyrði er að viðkomandi starfsmaður verði búsettur á Suðurlandi.    Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2007.

Launakjör eru í samræmi við kjarasamninga BHM.

Umsóknir sendist til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fyrir 22. júní nk.  Menningarráðið áskilur sér rétt til að framlengja umsóknarfrestinn, ef nauðsyn krefur.

Upplýsingar veita Jóna Sigurbjartsdóttir formaður menningaráðs í síma: 487 4636, netfang: jss@smart.is og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í síma 480 8200, netfang: thorvard@sudurland.is.

Menningarráð Suðurlands