fbpx

Fundargerð:
8. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2017
Austurvegi 56, 21. september, kl. 11:00

Fundinn sátu Unnur Þormóðsdóttir formaður verkefnisstjórnar, Páll Marvin Jónsson (í fjarfundi), Runólfur Sigursveinsson, Bryndís Björk Hólmarsdóttir og Sveinn Sæland.

Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundssin framkv.stj. SASS og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður verkefnastjórnar, Unnur Þormóðsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1. Kynning á síðari úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands

Kynningar verða haldnar á Höfn, í Vestmannaeyjum, Selfossi, á Hellu, í uppsveitum Árnessýslu og á Kirkjubæjarklaustri að þessu sinni. Þeir fundir verða í formi vinnustofu og farið verður yfir helstu þætti sem skipta máli í gerð umsókna.

Meðfylgjandi er afrit af auglýsingum Uppbyggingarsjóðs Suðurlands sem nú er til birtingar í tengslum við síðari úthlutun sjóðsins.

Til kynningar.

2. Menningarkort fyrir Suðurland – fýsileikakönnun

Kynnt var samantekt og tillögur sem unnar voru fyrir SASS, í tengslum við áhersluverkefni um fýsileikakönnun á að koma upp menningarkorti fyrir Suðurland. Um er að ræða tillögu að sameiginlegu aðgangskorti að söfnum og sýningum á Suðurlandi, sambærilegt því sem gert hefur verið á höfuðborgarsvæðinu. Heiðdís Einarsdóttir þjónustustjóri á Þjóðminjasafni Íslands, MA í hagnýtri menningarmiðlun og fyrrum verkefnastjóri Gestakorts Reykjarvíkur vann að þeirri samantekt og tillögum fyrir SASS.

Til kynningar.

3. Kennsluefni fyrir söfn og sýningar á Suðurlandi – uppfærð verkáætlun

Líkt og kom fram á 5. fundi verkefnastjórnar, sá Listaháskóli Íslands sér ekki fært að taka þátt í verkefninu um gerð kennsluefnis fyrir söfn og sýningar á Suðurlandi. Unnið hefur verið að uppfærðri verkáætlun m.t.t. þessa. Guðlaug Ósk Svansdóttir og Ingunn Jónsdóttir munu taka að sér sameiginlega verkefnisstjórn í verkefninu og hefur nú þegar verið boðað til fyrsta fundar með forsvarsmönnum þeirra safna og sýninga sem munu taka þátt í verkefninu.

Til kynningar.

4. Sjálfbært Suðurland – úrgangsmál á Suðurlandi – ráðstefna

Þann 7. september s.l. var haldin ráðstefna undir yfirskriftinni Sjálfbært Suðurland, með áherslu á úrgangsmál á Suðurlandi. Um er að ræða eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Var öllum kjörnum fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi boðið á ráðstefnuna ásamt starfsmönnum sveitarfélaganna sem koma að málaflokknum. Ráðstefnan þóttist takast vel til og voru gestir ráðstefnunnar 45 talsins.

Ráðstefnan var tekin upp og verður gerð aðgengileg á heimasíðu SASS ásamt kynningum frá þeim sem héldu erindi á ráðstefnunni. Einnig verður unnið að samantekt ráðstefnunnar og hún kynnt verkefnastjórn og gerð aðgengileg á heimasíðu SASS. 

Til kynningar.

 5. Niðurstöður frá fundi samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Suðurlands

Haldinn var fundur samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Suðurlands 8. september s.l. Á fundinn voru boðaðir fulltrúar sem sæti eiga á samráðsvettvangi, skipaðir af sveitarfélögunum á Suðurlandi, ásamt öllum kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurlandi. Á fundinn mættu um 35 manns. Á fundinum voru kynningar frá ráðgjöfum og verkefnastjórum á vegum SASS, sem kynntu framgang nokkurra áhersluverkefna Sóknaráætlunar Suðurlands. Má þar nefna Kortavef Suðurlands, Innviðagreiningu Suðurlands, Nýsköpun sem nám í grunnskólum á Suðurlandi, Samræmingu korta í ferðamálum og einnig Uppbyggingarsjóð Suðurlands.

Í lok fundarins var gestum skipt í þrjá hópa sem unnu hver um sig að forgangsröðun markmiða úr stefnumörkun Suðurlands til ársins 2020.

Samantekt úr vinnuhópunum til kynningar ásamt minnisblaði sviðsstjóra.

 6. Áhersluverkefni 2018

Til umræðu á fundinum var verklag og áherslur verkefnastjórnar við val á áhersluverkefnum fyrir árið 2018.

Sviðsstjóri fór yfir form verkefnisáætlana á fundinum og kynnti möguleika á því á hvaða formi verkefnastjórnin getur fengið tillögurnar til yfirlestrar. Einnig til umræðu hversu ýtarlegar verkefnatillögurnar eiga að vera fyrir fyrstu yfirferð verkefnastjórnar.

Sviðsstjóri falið að vinna að formi verkáætlana út frá umræðum fundarins og allar tillögur komi á því formi fyrir verkefnastjórn, inn á fund verkefnastjórnar í nóvember.

 7. Innviðagreining Suðurlands II. áfangi – staðfesting stýrihóps stjórnarráðsins

Stýrihópur stjórnarráðsins hefur staðfest verkefnið innviðagreining Suðurlands II. áfangi, eftir að hafa fengið nánari upplýsingar um verkefnið. Staðfestingin kemur fram í fundargerð 37. fundar stýrihópsins.

Til kynningar.

8. Nýr vefur SASS

Kominn er í loftið nýr vefur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Er þar nú gerð betur grein fyrir áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands, með ýtarlegum upplýsingum um sérhvert verkefni, upplýsingar um tengiliði ofl. ásamt niðurstöðum og vísunum á frekari gögn í sumum tilvikum.

Til kynningar.

9. Fundargerðir stýrihóps stjórnarráðsins

Hjálagðar voru til kynningar þrjár síðustu fundargerðir stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál, frá 36., 37. og 38. fundi stýrihópsins.

 

Fundi slitið kl. 12:10.