fbpx

560. fundur stjórnar SASS 

Fjarfundur haldinn 

13. ágúst 2020, kl. 16:00 – 18:00 

 

Þátttakendur: Eva Björk Harðardóttir formaður, Helgi Kjartansson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Björk Grétarsdóttir, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Ari Björn Thorarensen og Grétar Ingi Erlendsson. Einnig Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð. Fundarmenn tengdust fundinum með fjarfundarhugbúnaði.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna á fund stjórnar.

1. Fundargerðir

Fundargerð 559. fundar staðfest.

2. Drög að skýrslu og tillögum starfshóps um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka

Fyrir fundinum liggja drög að skýrslu og tillögum starfshóps, skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka. Ásgerður Kristín sem er formaður starfshópsins kynnir helstu niðurstöður. Eftir umræður er formanni og framkvæmdastjóra falið að gera drög að umsögn og senda á stjórn til staðfestingar.

3. Ársþing SASS 2020

Ráðgert er að halda ársþing SASS 2020 í Rangárþingi ytra dagana 29. – 30. október n.k. Fyrirkomulag ársþingsins verður með hefðbundnum hætti en COVID-19 veiran getur haft í för með sér að í stað þess að hittast verði þinginu breytt í fjarfund.
Stjórn samþykkir að meginþema þingsins verði að þessu sinni nýsköpun og mikilvægi þess fyrir samfélagið. Sérstaklega yrði horft til orkuháðrar matvælaframleiðslu og nýtingar á auðlindum Suðurlands í nýsköpun og sjálfbærni.
Framkvæmdastjóra falið að hefja undirbúning ársþingsins.

4. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir stjórna annarra landshlutasamtaka.

Lögð fram til kynningar, fundargerð 499. fundar stjórnar SSH.

b. Kynnisferð sveitarstjórnarfólks til Danmerkur

Gert er ráð fyrir að kynnisferð sveitarstjórnarfólks á Suðurlandi verði farin til Danmerkur 8. – 11. mars 2021 (mánudagur – fimmtudagur).

c. Sóknarfæri ferðaþjónustunnar – Sértæk úthlutun Sóknaráætlunar Suðurlands

Formaður kynnir stöðu verkefnisins og fór yfir minnisblað frá sviðsstjóra Þróunarsviðs SASS. Þar er farið yfir sértæku úthlutunina, þau fræðsluverkefni sem farið hefur verið í og kynningarátakið Upplifðu Suðurland.
Formaður kynnir drög að svari til Hveragerðisbæjar en sveitarfélagið óskaði eftir sundurliðun á fjölda umsókna og fjölda úthlutaðra styrkja úr Sóknaráætlun Suðurlands skipt eftir sveitarfélögum síðastliðin fjögur ár. Skiptingin er með eftirfarandi hætti:

 

 

 

 

 

 

d. Samráð um endurskoðun á stefnumótandi byggðaáætlun

Á vef Stjórnarráðsins, sbr. hér, er að finna tilkynningu um að samráð um endurskoðun á stefnumótandi byggðaáætlun stjórnavalda. Í opnu samráði geta hagaðilar komið ábendingum á framfæri um mótun, form, inntak og framkvæmd Byggðaáætlunar sem gildir fyrir tímabilið 2018-2024. Umsögnum skal skilað fyrir 31. ágúst n.k.
Stjórn hvetur sveitarfélögin til að yfirfara gögnin og koma ábendingum á framfæri á þar til gerðum samráðsvettvangi á vef Byggðastofnunar.

e. Áhersluverkefnið Orkídea

Sigurður Markússon, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun, kynnir hugmyndafræðina á bak við verkefnið Orkídea sem er samstarfsverki SASS, Landsvirkjunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Landbúnaðarháskóla Íslands.

f. Önnur mál

  • Sunnlenskum sveitarfélögum hefur verið boðið til fundar með ríkisstjórn Íslands á Hótel Læk í Rangárþingi ytra 18. ágúst n.k.
  • Formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna munu halda fjarfund 19. ágúst n.k. til að fjalla um sameiginleg málefni.
  • Umsögn SASS um kerfisáætlun Landsnets 2020-2029 lögð fram til kynningar.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn 4. september n.k.

Fundi slitið kl. 17:45.
Eva Björk Harðardóttir
Helgi Kjartansson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Björk Grétarsdóttir
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Grétar Ingi Erlendsson
Friðrik Sigurbjörnsson

 

560. fundur stj. SASS