fbpx

555. fundur stjórnar SASS 
Haldinn að Austurvegi 56, Selfossi 
6. mars 2020, kl. 13:00 – 16:00 
 

Mætt: Eva Björk Harðardóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Björk Grétarsdóttir, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Grétar Ingi Erlendsson og Ari Björn Thorarensen. Þá situr fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

.1. Fundargerð

Fundargerð 554. fundar undirrituð.

2. Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024

Stjórn samþykkir að skipa eftirtalda í fagráð Uppbyggingasjóðs Suðurlands 2020.
Fagráð menningarstyrkja:

  • Inga Lára Baldvinsdóttir, safnvörður myndasafns Þjóðminjasafns Íslands
  • Marteinn Steinar Þórsson, kvikmyndagerðarmaður
  • Aðalheiður M. Gunnarsdóttir, tónlistarkennari og söngkona

Varamaður: Inga Jónsdóttir, listfræðingur

Fagráð atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkja:

  • Helga Björk Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri leikskólans Sóla
  • Bergsteinn Einarsson, eigandi og framkvæmdarstjóri Set ehf.
  • Laufey Helgadóttir, ferðaþjónustubóndi að Smyrlabjörgum

Varamaður: Guðmundur H. Gunnarsson, nýsköpunarstjóri félagsins Skinney-Þinganes hf.

Alls bárust 156 umsóknir í fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2020. Umsóknir í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna eru 63 og í flokki menningarverkefna eru 93. Gert er ráð fyrir afgreiðslu umsókna, eftir yfirferð fagráða, á næsta fundi stjórnar.

3. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi

a. Frumvarp til laga um opinber fjármál (framlagning fjármálaáætlunar), 145. mál.

Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/150/s/0145.html
Lagt fram til kynningar.


b. Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.

Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/150/s/0352.html
Stjórn SASS telur mikilvægt að Reykjavíkurflugvöllur sé þannig staðsettur að hann geti gegnt lykilhlutverki í samgöngum landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar. Stjórn SASS áréttar að nauðsynlegt sé að standa vörð um rétt Reykjavíkurborgar, sem og annarra sveitarfélaga, til sjálfsákvörðunar í skipulagsmálum innan marka sveitarfélagsins.

c. Tillaga til þingsályktunar um kolefnismerkingu á kjötvörur og garðyrkjuafurðir til manneldis, 265. mál.

Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/150/s/0293.html
Lagt fram til kynningar.

d. Tillaga til þingsályktunar um um þjóðarátak í landgræðslu, 365. mál.

Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/150/s/0440.html
Lagt fram til kynningar.

4. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir stjórna annarra landshlutasamtaka og fleiri

Lagðar fram til kynningar, fundargerð 53. fundar stjórnar SSNV, 753. fundar stjórnar SSS, 482. fundar stjórnar SSH, 23. fundar Vestfjarðastofu, 879. fundar stjórnar sambandsins og 58. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins.

b. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Boðun á XXXV. landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga. Tölvupóstur dags. 26. febrúar s.l. en landsþingið verður haldið fimmtudaginn 26. mars n.k. Þingið verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík. Skráning fram á vef sambandsins og þar er einnig að finna dagskrá þingsins.

c. Útflutningsstefna ríkisins

Framkvæmdastjóri sagði frá undirbúningi heimsóknar utanríkisráðherra á Suðurland í samstarfi við Íslandsstofu þar sem kynna á útflutningsstefnu ríkisins. Ráðgert er að halda opinn fund með ráðherra á Selfossi miðvikudaginn 29. apríl n.k.

d. Frestun á kynnisferð SASS til Danmerkur

Fyrirhuguð kynnisferð SASS, fyrir sveitarstjórnarfólk á Suðurlandi, til Danmerkur hefur verið frestað til 21. – 24. september n.k.

e. Kynning á niðurstöðum átakshóp ríkisstjórnarinnar um úrbætur á innviðum

Greinargóður vefur um uppbyggingu innviða hefur verið opnaður á vef Stjórnarráðsins, sbr. https://www.stjornarradid.is/innvidir/. Þar er fjallað um þau verkefni sem brýnt er að ráðast í á komandi árum. Það eru annars vegar verkefni sem nái til landsins alls og hins vegar verkefni sem tengjast ákveðnum landshlutum.

f. Viðbrögð við skýrslu um 5,3% veiðiheimildir

Starfshópur, skipaður 30. apríl 2019 af Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til að endurskoða meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir hefur lokið störfum og skilað skýrslu til ráðherra.
Samkvæmt skipunarbréfi var starfshópnum ætlað að endurskoða meðferð og ráðstöfun aflaheimilda sem lög nr. 116/2016, um stjórn fiskveiða kveða á um að skulu teknar frá til sérstakra verkefna og hér eru nefndir atvinnu- og byggðakvótar. Við þá endurskoðun skyldi litið til stefnumörkunar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir og leitast við að hámarka virði þeirra verðmæta sem felast í umræddum aflaheimildum.
Þann 15. ágúst s.l. var SASS og sveitarfélögunum á Suðurlandi boðið að taka þátt í samráðsfundi um málið ásamt öðrum hagsmunaðilum. Á þeim fundi var rætt um mikilvægi þess að samtal og samráð yrði haft við hagsmunaðila við vinnu starfshópsins. Í lok skýrslu starfshópsins er yfirlit yfir fundi hans og gesti á fundunum.
Þann 8. nóvember s.l. sendu samtökin með formlegum hætti ábendingar til starfshópsins varðandi málefnið og óskuðu eftir fundi. Í skýrslu starfshópsins er hvergi getið um þessar ábendingar, hvorki efni þeirra né að samtökin hafi sent starfshópnum ábendingar en þó er tekið fram í skýrslunni að starfshópnum hafi borist ýmiss erindi.
SASS hefur ekki formlega verið boðið eða það beðið að koma með ábendingar við skýrsluna eins og öðrum haghöfum hefur verið boðið.
Stjórn SASS lýsir yfir furðu sinni með þetta samráðsleysi við samtökin og þau sveitarfélög á Suðurlandi sem hafa tekjur af sjávarútvegi og teljast til hagsmunaaðila. Framangreint verklag getur vart talist auka á gegnsæi eða vera til þess fallið að halda uppi upplýsandi umræðu um málefnið.
Jafnframt veldur það stjórn SASS vonbrigðum að ekki hefur farið fram formlegt mat á mögulegum áhrifum þessara tillagna á samfélagið á Suðurlandi sem dæmi með sviðsmyndagreiningu.

g. „Landstólpinn“ – samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar

Byggðastofnun hefur auglýst eftir tilnefningum til Landstólpans. Viðurkenningin er veitt einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út föstudaginn 25. mars n.k.

h. COVID-19-kórónuveiran

Stjórn SASS þakkar viðbragsaðilum fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.

Næsti fundur stjórnar er föstudaginn 3. apríl nk.

Fundi slitið kl. 15:40.

Eva Björk Harðardóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Björk Grétarsdóttir
Helgi Kjartansson
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Grétar Ingi Erlendsson
Friðrik Sigurbjörnsson