fbpx

548. fundur stjórnar SASS 
Haldinn að Austurvegi 56, Selfossi 
16. ágúst 2019, kl. 13:00 – 16:00 

Mætt: Eva Björk Harðardóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Grétar Ingi Erlendsson, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Ari Björn Thorarensen og Björk Grétarsdóttir. Þórður Freyr Sigurðsson, sviðsstjóri Þróunarsviðs situr fundinn undir dagskrárlið 2 og Einar Elínarson, formaður starfshóps um húsnæðisúrræði fyrir nemendur við FSu, tengist fundinum með fjarfundarbúnaði undir dagskrárlið 4.g. Þá situr fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

.1. Fundargerðir

Fundargerð 547. fundar undirrituð.

2. Stefnumörkun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024

Þórður kynnti drög að stefnumörkun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024 sem byggir m.a. á niðurstöðu íbúafunda, fundar samráðsvettvangsins og umræðum stjórnar. Fjallað var um stefnumörkunina og tengingu við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og loks hugmyndir að árangursmælikvörðum. Umræður um framkomin drög. Stjórn fól Björk, Grétari og Ágerði að yfirfara drögin og hún mun síðan taka þau fyrir á fundi sínum í september nk. Í framhaldi af því fara þau til birtingar á samráðsgátt.

3. Dög að dagskrá ársþings og aðalfundar SASS 2019

Formaður kynnti frumdrög að dagskrá ársþings og aðalfundar SASS sem fram fer 24. – 25. október nk. að Hótel Geysi í Bláskógabyggð.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að úrfæra dagskrána í samræmi við umræður á fundinum.

4. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar, fundargerð 472. fundar stjórnar SSH, 46. fundar stjórnar SSNV og 322. fundar stjórnar Eyþings.

b. Ársreikningur SASS 2018

Formaður og framkvæmdastjóri kynntu frágenginn ársreikning SASS 2018.

c. Almenningssamgöngur

Samningar sem landshlutasamtökin gerðu við Vegagerðina um rekstur almenningssamgangna fyrir árið 2019 renna út um komandi áramót. Vegagerðin, f.h. ráðuneytis samgöngu- og sveitastjórnarmála, mun taka yfir reksturinn frá og með 1. janúar nk. Stjórn SASS vill af því tilefni árétta mikilvægi þess að heimamenn hafi aðkomu að rekstri almenningssamgangna vegna staðbundinnar þekkingar á þörf og leiðarvali. Stjórn SASS leggur ríka áherslu á að við breytinguna búi sunnlenskt samfélaga a.m.k. við sama þjónustustig og verið hefur.
Stjórn SASS tekur undir það sem fram kemur í svari landshlutasamtakanna við minnisblaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að áframhaldandi farsælt samstarf ríki um rekstur almenningssamgangna í landinu, notendum þjónustunnar til heilla.
Framkvæmdastjóra falið að kynna fyrir sveitarstjórnum á Suðurlandi fyrirhugaða breytingu á rekstri almenningssamgangna um komandi áramót.

d. Fræðsluferð sveitarstjórnarmanna

Formaður og framkvæmdastjóri kynntu stöðuna en áfram er unnið að því að fara í fjögurra daga ferð til Danmerkur. Eftir umræður var stjórn sammála um að seinka ferðinni og að stefnt skuli að því að fara í hana fyrrihluta næsta árs.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að útfæra ferðina nánar og fá verðtilboð.

e. Kauptilboð í húseign SASS að Austurvegi 56

Formaður kynnti kauptilboð sem borist hefur í fasteign samtakanna að Austuvegi 56 á Selfossi. Stjórn þakkar fyrir framkomið tilboð en telur að sinni ekki ástæða til að breyta fyrri ákvörðun og því er tilboðinu hafnað.
Framkvæmdastjóra falið að svara tilboðsgjafa.

f. Aukalandsþing sambandsins

Formaður fjallaði um boðun Sambands íslenskra sveitarfélaga til aukalandsþings sem haldið verður 6. september nk. á Grand hótel í Reykjavík.

g. Heimavist við FSu

Formaður starfshópsins, Einar Elínarson oddviti Mýrdalshrepps, kynnti vinnu starfshópsins sem hefur verið að störfum. Starfshópurinn hefur fjallað um nauðsyn þess að húsnæðisúrræði séu fundin fyrir nemendur við FSu. Drög að ályktun um nauðsynlegar úrbætur hefur verið send á sveitarfélögin og væntir hópurinn þess að fá staðfestingu frá þeim á næstu dögum. Í framhaldi verður úrfærslan lögð í hendur ráðherra mennta- og menningarmála, skólnefndar FSu og skólameistara.

h. Annað

  • Formaður sagði frá fundi starfshóps um svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið sem haldinn var í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli 14. ágúst. sl. Fulltrúar allra tólf sveitarfélaganna sem hagsmuna eiga að gæta mættu á fundinn og hann gekk vel.
  • Rætt var um framkomnar hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga.
  • Auglýst verður á næstu dögum eftir starfsmanni á skrifstofu SASS en Alda Alfreðsdóttir mun að eigin ósk láta af störfum í haust.
  • Formaður kynnti fyrirhugaða heimsókn sveitarstjórnarmanna frá Suður Ostrobothnia í Finnlandi til SASS 30. ágúst nk.
  • Landshlutasamtökin utan höfuðborgarinnar og Nýsköpunarmiðstöð Íslands munu halda ráðstefnu um 4. iðnbyltinguna 5. september nk. Gert er ráð fyrir fundarstöðum í landshlutunum s.s. á Selfossi, í Borgarnesi og á Sauðárkróki sem tengjast með fjarfundabúnaði. Á ráðstefnunni verður farið yfir hver áhrif 4. iðnbyltingarinnar eru á samfélag og atvinnulíf.

Næsti fundur stjórnar er fyrirhugaður föstudaginn 6. september nk. en þar sem aukalandsþing sambandsins ber upp á sama dag var samþykkt að halda fundinn 11. september nk. kl. 13:00

Fundi slitið kl. 15:30.

Eva Björk Harðardóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Björk Grétarsdóttir
Helgi Kjartansson
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Ari Björn Thorarensen
Grétar Ingi Erlendsson