fbpx

540. fundur stjórnar SASS 
haldinn að Austurvegi 56 Selfossi 
7. desember 2018, kl. 13:00 – 16:00 

Mætt: Eva Björk Harðardóttir, formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Björk Grétarsdóttir, Helgi Kjartansson, Friðrik Sigurbjörnsson, Grétar Erlendsson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Ari B. Thorarensen og Kristján G. Guðnason. Ásgerður Kristín Gylfadóttir forfallaðist. Einnig sat fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

1. Fundargerð

Fundargerð 539. fundar undirrituð

2. Almenningssamgöngur

Formaður og framkvæmdastjóri kynntu stöðu viðræðna við Vegagerðina um rekstur samtakanna á almenningssamgöngum árið 2019. Viðræður hafa þokast í rétta átt þó þeim sé ekki lokið. Stjórn lagði ríka áherslu á að staðinn yrði vörður um núverandi leiðarkerfið á Suðurlandi og að reynt yrði að leita allra annarra leiða en fækka ferðum.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram. Afgreiðsla á samningi við Vegagerðina er háð samþykki stjórnar.

3. Sóknaráætlun

Tillögur að áhersluverkefnum 2019
Framkvæmdastjóri kynnti tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir árið 2019 sem til umræðu voru á fundi verkefnisstjórnar 3. desember sl. Alls liggja eftirfarandi 20 tillögur fyrir:
1) Stefnumörkun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 til 2024
2) Atvinnumálastefna fyrir Suðurland
3) Menningarstefna Suðurlands
Stjórn er sammála verkefnastjórn um að sameina ofangreind verkefni í eitt.
4) Auðlindir Suðurlands – Umhverfis- og auðlindastefna Suðurlands
5) Úrgangsmál og meðferð úrgangs – Umhverfis- og auðlindastefna Suðurlands
6) Kolefnisspor Suðurlands
7) Ráðstefna um náttúruvá
8) Umhverfis- og þematengdar samgöngur – Ferðamannaleiðir
Stjórn tekur undir skoðun verkefnisstjórnar um að verkefni 4-8 hér að ofan séu mjög umfangsmikil og kostnaðarsöm. Leita þarf leiða til að forgangsraða verkþáttum og ígrunda kostnaðaráætlanir. Stjórn áréttaði nauðsyn þess að huga sérstaklega að því hvað verið er að gera í málaflokknum hjá öðrum stofnunum þannig að ekki sé verið að tvívinna hlutina.
9) Starfamessa 2019 – Stjórn sammála verkefnastjórn um að farið verði í þetta verkefni.
10) Aðgerðaráætlun um eflingu lýðfræðilegrar þróunar miðsvæðisins – sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða. – Stjórn sammála verkefnastjórn um að farið verði í þetta verkefni.
11) Störf án staðsetningar á fyrirtækjamarkaði – Stjórn sammála verkefnastjórn um að þetta sé ekki forgangsverkefni.
12) Stefnumótun sveitarfélaga á Suðurlandi í atvinnumálum. Verkfæri, ferli og mótun. – Stjórn sammála verkefnastjórn um að þetta sé ekki forgangsverkefni.
13) Sameiginleg búfjársamþykkt fyrir Suðurland – Framkvæmdastjóra falið að kall eftir gögnum frá sveitarstjórnum á Suðurlandi.
14) Svæðisskipulag Suðurhálendis – Forathugun sem stjórn leggur til að sé áhersluverkefni.
15) Fjárhagslegt gildi landbúnaðar á Suðurlandi. Stjórn sammála um gildi verkefnisins og um mikilvægi þess að garðyrkjan verði einnig kortlögð.
16) Forvarnir gegn vímuefnum – Stjórn sammál um breytingu á vinnuheitinu og að þetta verði eitt af áhersluverkefnum árið 2019 enda skiptir þetta samfélagið á Suðurlandi miklu máli.
17) Húsnæðisúrræði fyrir nemendur FSu á Selfossi – Stjórn samþykkti að skipa nefnd til að fara yfir málið og verður það gert á næsta stjórnarfundi.
18) Matarupplifun út frá áttavitum Suðurlands – Umræðu frestað til næsta fundar.
19) Samræmd ímynd og ásýnd Suðurlands í myndum og textum. – Umræðu frestað til næsta fundar.
20) Reko matarmarkaðir á Suðurlandi – Hugmyndin er góð en beðið er eftir nánari útfærslu og því umræðu frestað til næsta fundar.

Í framhaldi af umfjöllun um framangreindar tillögur að áhersluverkefnum komu eftirfarandi tvær nýjar tillögur fram. Stjórn samþykkti að vísa þeim til verkefnastjórnar.
21) Almenningssamgöngur sem liður í byggðaþróun
22) Efnahagsleg áhrif hafnarinnar í Þorlákshöfn á samfélagið á Suðurlandi

4. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir stjórna annarra landshlutasamtaka og sambandsins
Lagðar fram til kynningar, fundargerð 314. fundar stjórnar Eyþings, 38. og 39. funda stjórnar SSNV, 140. fundar stjórnar SSV, 464. fundar stjórnar SSH og 865. fundar sambandsins.
b. Héraðsskjalasafn Suðurlands
Formaður kynnti erindi formanns Skógasafns. Á fundi stjórnar byggðasafnsins í Skógum var rætt um hugmyndir um hvort skynsamlegt væri að sameina héraðsskjalasöfnin á Suðurlandi í eitt safn með starfsstöðvum á nokkrum stöðum í landshlutanum. Stjórn hvetur stjórnir héraðsskjalasafnanna á Suðurlandi til að gera úttekt á því.
c. Skipan fulltrúa í minjaráð
Formaður kynnti erindi frá forstöðumanni Minjastofnunar Íslands þar sem óskar er eftir að samtökin tilnefni tvo fulltrúa í minjaráð Suðurlands. Tilnefna skal einn fulltrúa af hvoru kyni og skal annar vera aðalmaður og hinn varamaður í ráðinu á árabilinu 2019 – 2022.
Stjórn samþykkir að skipa Ara B. Thorarensen og Ásborgu Ósk Arnþórsdóttur.
d. Skipan í samgöngunefnd SASS
Lagt var til að liðnu ársþingi að skipa í samgöngunefnd og fela nefndinni að fjalla um miklvæg samgöngumál á milli aðalfunda. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
e. Uppbygging flugvallarkerfisins og efling innanlandsflugsins sem almenningasamgangna
Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um uppbyggingu flugvallarkerfisins og eflingu innanlandsflugsins sem almenningasamgangna.

Næsti fundur stjórnar verður föstudaginn 11. janúar nk..

Fundi slitið kl. 15:40.

Eva Björk Harðardóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Björk Grétarsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Ari B. Thorarensen
Helgi Kjartansson
Friðrik Sigurbjörnsson
Grétar Erlendsson
Kristján G. Guðnason

540. fundur stjórnar SASS