fbpx

5. fundur Velferðarmálanefndar SASS haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, miðvikudaginn 30. janúar 2008, kl. 12.00.

Mætt: Unnur Þormóðsdóttir, , Gísli Kjartansson, Margrét Rós Ingólfsdóttir ( í síma) Elfa Dögg Þórðardóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Hildur Hermannsdóttir boðaði forföll.

Til fundarins voru einnig boðaðir fulltrúar félags- og heilbrigðisþjónustu ríkis og sveitarfélaga á Suðurlandi.

Eftirtaldir sátu fundinn: Jón Pétursson félagsmálastjóri Vestmannaeyjabæjar, Þórir Kolbeinsson, Anna María Snorradóttir, Magnús Skúlason og Óskar Reykdalsson frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Laufey Jónsdóttir og Arna Ír Gunnarsdóttir frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi, Nanna Mjöll Atladóttir félagsmálastjóri uppsveita, María Kristjánsdóttir félagsmálastjóri Hveragerðisbæjar, Ragnheiður Thorlacius framkvæmdastjóri fjölskyldumiðstöðvar Árborgar og Kristín Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands.

Dagskrá:

  1. Kynning á niðurstöðum könnunar um velferðarmál.

Unnur fór yfir helstu niðurstöður.

  1. Kynning á ályktunum SASS um velferðarmál.

Unnur gerði grein fyrir ályktununum.

  1. Upplýsingar um vistunarmat.

Unnur gerði grein fyir nýju fyrirkomulagi við vistunarmat. Nú er vistunarmat á hjúkrunarrými eingöngu á hendi ríkisins. Vistunarmat fyrir dvalarrými verður á vegum félagsmálaráðuneytis og verður að einhverju leyti í höndum sveitarfélaga. Skipuð hefur verið 3 manna nefnd sem sér um matið fyrir heilbrigðisumdæmi Suðurlands, sem nær einnig til Vestmannaeyja og Hornafjarðar.

  1. Málefni innflytjenda.

Samþykkt að halda málþing um málefni innflytjenda á Suðurlandi 4. apríl nk.

  1. Aukið samstarf félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skólaþjónustu.

Kynntar voru tillögur SASS um aukna samvinnu allra þeirra sem koma að þessari þjónustu. Fram kom mikill áhugi og vilji til slíks samstarfs hjá öllum þeim sem sátu fundinn. Eftirtaldir voru valdir í vinnuhóp til að koma málinu á frekari rekspöl: Kristín Hreinsdóttir, María Kristjánsdóttir, Anna María Snorradóttir, Arna Ír Gunnarsdóttir auk formanns velferðarnefndar og framkvæmdastjóra SASS.

Fundi slitið kl. 13.30.

Þorvarður Hjaltason