fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, föstudaginn 14. janúar 2011 kl. 12:00

Mætt: Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Reynir Arnarson (í síma), Elliði Vignisson (í síma), Elín Einarsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Guðfinna Þorvaldsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá

 1. Fundargerð menntamálanefndar frá 4. janúar sl.

Fundargerðin staðfest. Þar kom fram að Fjölbrautaskóli Suðurlands hafi fengið menntaverðlaun Suðurlands 2010 fyrir verkefnið ,,Skólinn í okkar höndum“. Verðlaunin voru afhent af forseta Íslands í gær 13. janúar.

 2. Drög að endurnýjuðum samningi um rekstur Sérdeildar Suðurlands ásamt starfsreglum.

Framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd SASS.

 3. ART verkefni – framlag ríkisins á fjárlögum.

Fram kom að verkefnið fær 4,5 milljónir króna á fjárlögum 2011. Stjórn SASS lýsir yfir ánægju með að starfsemi verkefnisins hefur verið tryggð út þetta ár en leggur jafnframt áherslu á að gengið verði frá samningi við ríkið um verkefnið til næstu ára.

 4. Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag.

Lögð fram stefnuyfirlýsing sem nýlega var samþykkt í ríkisstjórn. Stjórn SASS lýsir yfir áhuga á að hrinda sóknaráætlun fyrir Suðurland sem fyrst af stað. Innanríkisáðuneytið hefur lýst sig reiðubúið til samstarfs.

 5. Málefni Suðurlandsvegar.

Formaður og framkvæmdastjóri skýrðu frá fundi sem þau áttu ásamt formanni samgöngunefndar SASS með innanríkisráðherra í gær 13. janúar. Jafnframt var lagt fram minnisblað sem kynnt var ráðherra á fundinum. Stjórn SASS leggur áherslu á að staðið verði við fyrri ákvarðanir stjórnvalda um breikkun Suðurlandsvegar og fjármögnun þeirra en lýsir eindreginni andstöðu við kúvendingu núverandi innanríkisráðherra sem felur í sér að lagður verði vegtollur á umferð um veginn til að fjármagna framkvæmdirnar. Ljóst er að um hreina tvísköttun verður að ræða.

 6. Orku- og atvinnumál á Suðurlandi.

Samþykkt að fela formanni og framkvæmdastjóra að undirbúa ráðstefnu um atvinnu- og orkumál í mars/apríl nk. Jafnframt samþykkt að óska eftir samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og Markaðsstofu Suðurlands um málið.

 7. Þekkingarsetur Suðurlands, sbr. fund um morguninn.

Kynntar voru umræður sem fram fóru á umræddum fundi.

 8. Greinargerð vinnuhóps Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags.

6. desember 2010, um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla.

Til kynningar. Stjórn SASS hvetur sveitarfélögin til að kanna alla möguleika á hagræðingu í grunnskólum án þess þó að draga úr gæðum skólastarfsins.

 9. Yfirlit yfir þróun íbúafjölda aðildarsveitarfélaga SASS 2001- 2010.

Til kynningar. Íbúum svæðisins hefur fjölgað um 2.266 íbúa eða um 8,73% á tímabilinu.

10. Afrit af bréfi Flóahrepps, dags. 21. desember 2010, til samgönguráðherra varðandi fyrirhugaða gjaldtöku á Suðurlandsvegi.

Til kynningar.

11. Afrit af bréfi Umhverfisstofnunar, dags. 22. desember 2010, varðandi loftgæðamælingar á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli.

Fram kemur að Umhverfisstofnun er að leita leiða til að fjármagna kaup á svifryksmæli sem þjóna á svæðinu austan Markarfljóts. Stjórn SASS lýsir yfir ánægju með þessi áform Umhverfisstofnunar.

Samþykkt að óska eftir fundi með umhverfisráðherra um málið.

12. Bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu, dags. 21. desember 2010, þar sem óskað er eftir tilnefningu á einum fulltrúa samtakanna í vinnumarkaðsráð Suðurlands.

Samþykkt að tilnefna Jónu Sigurbjartsdóttur í ráðið af hálfu SASS.

13. Afrit af bréfi svæðisráðs um málefni fatlaðra á Suðurlandi til Félags- og tryggingamálaráðuneytisins, dags. 10. desember 2010

Til kynningar.

14. Bréf frá héraðsnefnd Rangæinga, dags. 12. janúar 2011 og frá Vestmannaeyjabæ, dags. 14. janúar 2011, varðandi húsnæðismál stofnana að Austurvegi 56.

Stjórn SASS samþykkir að funda með sveitarfélögunum eins og óskað er eftir í erindum þeirra.

15. Fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtökunum.

Til kynningar.

Fundi slitið kl. 13.50