fbpx

385. stjórnarfundur SASS

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi,

mánudaginn 13. júní 2005 kl. 16.00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, María Sigurðardóttir, Herdís Þórðardóttir, Elín Bjarnveig Sveinsdóttir, Ragnheiður Hergeirsdóttir, Elliði Vignisson (í síma), Pálína Jónsdóttir, Þorvaldur Guðmundsson, Sigurbjartur Pálsson, Guðrún Erlingsdóttir ( í síma) og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Gestur fundarins: Kristín Hreinsdóttir forstöðumaður Skólaskrifstofu Suðurlands.

Dagskrá:

1. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 26.apríl, 10. og 24.maí sl.

Til kynningar.

2. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu frá 25. maí sl.

Kristín Hreinsdóttir forstöðumaður kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Sérdeild Suðurlands. Loforð hafa fengist frá Velferðarsjóði barna og vilyrði frá ríkinu um rekstrarframlög til Sérdeildar sem rekin yrði í Gaulverjaskóla næsta vetur. Kristín lagði einnig fram fyrstu drög að rekstraráætlun fyrir deildina annars vegar frá 1. október til áramóta og hins vegar fyrir árið 2006.

Stjórn SASS tekur undir ályktun stjórnar SKS í 4.lið fundargerðarinnar og samþykkir í ljósi þessara upplýsinga forstöðumanns og með tilvísun til ályktunar síðasta aðalfundar SASS að áfram verði haldið með undirbúning málsins, með það að markmiði að hægt verði að hefja starfsemi deildarinnar næsta vetur. Samþykkt að óska eftir fundi með þingmönnum Suðurkjördæmis um málið.

Samþykkt að senda sveitarfélögunum bréf með upplýsingum um kostnaðarskiptingu deildarinnar ásamt greinargerð.

Fundargerðin staðfest.

3. Fundargerð samgöngunefndar frá 1. júní sl.

Fundargerðin staðfest.

4. Fundargerð heilbrigðismálanefndar frá 1. júní sl.

Fundargerðin staðfest.

5. Fundargerð stóriðjunefndar frá 3. júní sl.

Fundargerðin staðfest.

6. Bréf frá Ferðamálasamtökum Suðurlands, dags. 29. apríl 2005, varðandi aðild og stuðning SASS við samtökin.

Samþykkt að vísa málinu til Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands.

7. Bréf frá Fræðsluneti Suðurlands, dags. 7. júní 2005, þar sem óskað er styrks vegna alþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin er á vegum Fræðslunetsins.

Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 100.000, í ljósi innihalds og umfangs ráðstefnunnar og tengsla Fræðslunetsins við SASS.

8. Skipan menningarmálanefndar SASS.

Eftirtaldir voru skipaðir: Jóna Sigurbjartsdóttir Skaftárhreppi, formaður, Andrés Sigurvinsson Vestmannaeyjum, Jónas Jónsson Ásahreppi, Torfa Áskelsson Árborg og Jóhanna Hjartardóttir Ölfusi.

9. Drög að vaxtarsamningi fyrir Suðurland og Vestmannaeyjar.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir þeim drögum sem fyrir liggja.

Samþykkt að senda sveitarfélögunum upplýsingar um málið.

10. Efni til kynningar

a. Fundargerðir Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 16. mars og 13. maí sl.

b. Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 10. maí sl.

c. Efni frá landshlutasamtökunum.

a. Fundargerðir Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 16. mars og 13. maí sl.

b. Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 10. maí sl.

c. Efni frá landshlutasamtökunum.

11. Önnur mál.

a. Kynnt hugmynd að málþingi á vegum menntamálaráðuneytisins og fleiri aðila undir yfirskriftinni: ,,Þátttaka er lífsstíll – mannlíf og ungt fólk á Suðurlandi.“ sem halda á næsta haust.

b. Stjórn SASS fagnar ákvörðun landbúnaðarráðherra að flytja Landbúnaðarstofnun á Selfoss og hvetur önnur ráðuneyti að halda áfram á sömu braut.

Fundi slitið kl. 18.20

Gunnar Þorgeirsson Elín Bjarnveig Sveinsdóttir

Herdís Þórðardóttir Sigurbjartur Pálsson

Þorvaldur Guðmundsson Ragnheiður Hergeirsdóttir

María Sigurðardóttir Pálína Björk Jónsdóttir

Þorvarður Hjaltason