fbpx

367. stjórnarfundur SASS haldinn á Laugalandi, Rangárþingi ytra, miðvikudaginn 6. ágúst 2003, kl. 13:30

Mætt: Valtýr Valtýsson, Torfi Áskelsson, Sveinn A. Sæland, Þorvaldur Guðmundsson, Ágúst Ingi Ólafsson, Ragnheiður Hergeirsdóttir, Yngvi Karl Jónsson, Sigurður Bjarnason og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Dagskrá:

Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 21. maí sl.

Til kynningar.

Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 28. maí sl.

Fundargerðin staðfest.

Aðalfundur SASS 2003

Samþykkt að halda fundinn 14. og 15. nóvember í Rangárþingi ytra.

Bréf frá Félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi, dags. 7. maí 2003, varðandi viðbótarlífeyrissparnað.

Til kynningar.

Bréf frá Búnaðarsambandi Suðurlands, dags. 15. maí 2003, varðandi ályktun sambandsins um veggirðingar í sveitum.

Stjórnin tekur undir efni ályktunarinnar og vísar erindinu til samgöngunefndar SASS.

Bréf frá samstarfshópi sveitarfélaga og Áfengis- og vímuvarnarráðs, dags. 11. júní 2003, um kynningu á verkefninu ,,Vertu til“.

Samþykkt að verða við erindinu.

Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 7. júlí 2003, um fyrirhuguð námskeið um félagsþjónustu sveitarfélaga, þar sem óskað er samstarfs um námskeiðin.

Stjórnin fagnar frumkvæði ráðuneytisins og lýsir sig reiðubúna til samstarfs.

Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, dags. 15. júlí 2003, um sameiningu heilsugæslustöðva og heilbrigðisstofnunar á Suðurlandi.

Stjórnin tekur ekki afstöðu til erindisins á þessu stigi en óskar eftir fundi með ráðuneytinu þar sem frekari upplýsingar verði veittar. Stjórnin er jafnframt reiðubúin til viðræðna um eflingu heilbrigðisþjónustunnar á Suðurlandi.

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. júlí 2003, varðandi fyrirkomulag og kostnaðarskiptingu tónlistarkennslu.

Stjórnin hvetur til þess að viðræðum ríkis og sveitarfélaga verði hraðað og jafnframt að ríkið yfirtaki allan kostnað af tónlistarkennslu á framhaldsskólastigi.

Bréf frá Fornleifavernd ríkisins, dags. 14. júlí 2003, varðandi starf stofnunarinnar og samstarf við sveitarfélög.

Stjórnin ítrekar nauðsyn þess að stöðu minjavarðar Suðurlands verði komið á laggirnar á næsta ári og hvetur stjórnvöld til að tryggja að svo megi verða.

Afrit af bréfi Sveitarfélagsins Ölfuss til Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 19. júní 2003, varðandi aðild sveitarfélagsins að skrifstofunni.

Framkvæmdastjóra og forstöðumanni falið að ganga frá samkomulagi við sveitarfélagið um útgöngu þess úr skrifstofunni.

Efni til kynningar:

a. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs frá 9. maí og 12. júní sl.

b. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 19. maí og 10. júlí sl.

c. Fundargerðir Fagráðs Sérdeildar Suðurlands frá 15. apríl, 14. maí og 11. júní sl.

d. Fundargerð frá fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga, frá 27. júní sl.

e. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

f. Efni frá landshlutasamtökunum.

g. Skýrsla um starfsemi orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslum fyrir árið 2002.

a. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs frá 9. maí og 12. júní sl.

b. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 19. maí og 10. júlí sl.

c. Fundargerðir Fagráðs Sérdeildar Suðurlands frá 15. apríl, 14. maí og 11. júní sl.

d. Fundargerð frá fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga, frá 27. júní sl.

e. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

f. Efni frá landshlutasamtökunum.

g. Skýrsla um starfsemi orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslum fyrir árið 2002.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 15.30.

Að loknum fundi var farið í kynnisferð um Rangárþing ytra.