fbpx

Fundargerð:
10. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2017
Austurvegi 56, 28. nóvember, kl. 12:00

Fundinn sátu Unnur Þormóðsdóttir formaður verkefnisstjórnar, Páll Marvin Jónsson (í fjarfundi), Bryndís Björk Hólmarsdóttir (í fjarfundi). Sveinn Sæland og Runólfur Sigursveinsson boðuðu forföll.  

Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundssin framkv.stj. SASS og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður verkefnastjórnar, Unnur Þormóðsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1. Yfirferð tillagna að áhersluverkefnum 2018

Farið var yfir fram komnar tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands á árinu 2018. Alls voru til umfjöllunar 28 verkefnatillögur. Óskað var sérstaklega eftir innsendum tillögum að verkefnum og áttu allir kost á því að senda inn tillögur. Helmingur tillagnanna eða 14 talsins voru innsendar tillögur af vef SASS. Aðrar tillögur voru tillögur ráðgjafa og verkefnastjóra á vegum SASS og stjórnar SASS.

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands vill koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra sem sendu inn tillögur. Með slíku framlagi er verið að leggja verkefninu lið og stuðla að framgangi Sóknaráætlunar Suðurlands.

Samþykkt var að 9 tillögum yrði hafnað eða vísað annað. Þær tillögur verða því ekki teknar til frekari skoðunar. Verður viðkomandi aðilum sem lögðu fram tillögurnar kynnt sú ákvörðun verkefnastjórnar og eftir atvikum leiðbeint frekar með framgang þeirra verkefna.

Samþykkt var að fresta afgreiðslu 19 verkefna til næsta fundar verkefnastjórnar. Eftir atvikum kalla eftir frekari upplýsingum, breytingum á verkefnatillögum eða vinna að nánari útfærslu verk-, tíma- og kostnaðaráætlunum.

 

Fundi slitið kl. 15:00.