fbpx

Markmið

Kortleggja umhverfismál á Suðurlandi og setja þau upp sjónrænt fyrir bæði íbúa og sveitarstjórnarfólk á Suðurlandi undir nýrri þekju á Kortavef Suðurlands.

Auka yfirsýn yfir umhverfismál á Suðurlandi sem vonandi leiðir til samræmingu aðferða og bætir þekkingaflæði milli sveitarfélaga.

Verkefnislýsing

Verkefnið gengur út á kortleggja Suðurland með tilliti til umhverfismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Kortavefur Suðurlands yrði síðan nýttur til þess að birta upplýsingarnar, undir nýrri þekju sem héti Umhverfismál.

Í þessum fyrsta fasa verkefnisins yrði farið í fyrstu fjórar undirþekjurnar;

  1. Úrgangsmál (Tegund flokkunnar úrgangsmála í hverju sveitarfélagi)
  2. Vistvottanir á Suðurlandi. Fjöldi stofnanna og fyrirtækja í samfélaginu sem eru með einhverskonar vottun (Grænfáni, Græn skref í ríkisrekstri, Svansvottun, ISO 14000 umhverfisvottun, Vakinn)
  3. Pokastöð
  4. Gámasvæða (Staðsetning og linkur á síðu)

Tengsl við sóknaráætlun

Ein megin áhersla sóknaráætlunar Suðurlands 2015 – 2019 er sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar

Lokaafurð

Tilbúin þekja í Kortavef Suðurlands sem ber heitið Umhverfismál með fjórum undirþekjum:

  • Innviðagreining á úrgangsmálum (Forgangsatriði)
  • Vistvottanir á Suðurlandi
  • Pokastöðvar á Suðurlandi
  • Gámastöðvar á Suðurlandi



Verkefnastjóri
Elísabet Björney Lárusdóttir
Verkefnastjórn
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, Elísabet Björney Lárusdóttir, Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Elísabet Björney Lárusdóttir
Heildarkostnaður
1.800.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
1.800.000 kr.
Ár
2017
Tímarammi
Apríl – desember 2017

Afurðir verkefnis


Kortlagning umhverfismála – lokaskýrsla (.pdf)