fbpx

Rannsóknasjóður

Fyrir hverja?

Vísindafólk og nemendur í rannsóknatengdu námi við íslenska háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki.

Til hvers?

Veittur er styrkur til skilgreindra rannsóknaverkefna vísindafólks og rannsóknanema í grunnrannsóknum og hagnýtum rannsóknum.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári. Umsóknir verða að vera skrifaðar á ensku.

Næsti umsóknafrestur verður 15. júlí 2020 kl. 16:00. 
Opnað verður fyrir umsóknavef í maí 2020.

Hvert er markmiðið?

Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3 frá 2003 með áorðnum breytingum

Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi og skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Með hugtakinu vísindarannsóknir er átt við allar tegundir rannsókna; grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir.

Hverjir geta sótt um?

Þeir sem hafa lokið rannsóknarnámi við alþjóðlega viðurkennda háskóla og hafa reynslu af rannsóknum. Til að geta sótt um doktorsnemastyrk þarf viðkomandi að hafa verið samþykktur inn í doktorsnám.

Hvað er styrkt?

Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu. Ákvörðun um styrkveitingu skal bundin hinu faglega mati.

Boðið er upp á fjórar styrktegundir; verkefnisstyrkiöndvegisstyrkirannsóknastöðustyrki og doktorsnemastyrki og eru styrkirnir veittir í allt að 36 mánuði. Sjá nánar í leiðbeiningum til umsækjenda. Umsóknir eru sendar í mat til erlendra vísindamanna og þurfa því að vera skrifaðar á ensku.

Date

15 júl 2020

Time

16:00

Nánari upplýsingar

Read More
Rannís / Nýsköpunarsjóður námsmanna

Framkvæmdaraðili

Rannís / Nýsköpunarsjóður námsmanna
Phone
5155800
Email
rannis@rannis.is
Website
http://www.rannis.is
SKRÁ HÉR

Comments are closed.