fbpx

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Fyrir hverja?

Háskólanemar í grunn- og meistaranámi, fyrirtæki og stofnanir.

Til hvers?

Sumarstarf háskólanema við rannsóknarverkefni innan fyrirtækja og stofnana.

Umsóknarfrestur

Opnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir, sjá frétt .

Umsóknarfrestur er til 4. maí 2020, kl. 16:00.

 

Hvert er markmiðið?

Sjóðurinn er fjármagnaður með framlögum frá ríki (mennta- og menningarmálaráðuneyti) 55 m.kr. og Reykjavíkurborg 30 m.kr. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Frá stofnun 1992 hefur sjóðurinn unnið sér nafn og gott orð fyrir vinnu mörg hundruð námsmanna og verkefna sem þeir hafa leyst af hendi fyrir tilstyrk sjóðsins.

Hverjir geta sótt um?

  • Háskólanemar í grunn- og meistaranámi við íslenska háskóla. Greiddur er styrkur til nemenda, 300.000 kr. á mánuði í hámark 3 mánuði fyrir nemanda.
  • Sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska eftir að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir.

Hvað er styrkt?

Styrkveiting felst í því að sjóðurinn greiðir námsmanni mánaðarlega styrki en fyrirtæki eða viðkomandi umsjónaraðili sér fyrir aðstöðu og efniskostnaði. Eins geta fyrirtæki og stofnanir greitt viðbótarlaun til nemenda. Styrkir eru greiddir út í byrjun júlí, ágúst og september. Einungis er greiddur út helmingur af síðustu mánaðargreiðslu þar til lokaskýrsla hefur verið móttekin. Ekki þarf að skila skattkorti til sjóðsins. 

Skilyrði úthlutunar

Verkefni verður að uppfylla tvær meginkröfur eigi það að hljóta styrk. Í fyrsta lagi verður verkefnið að reyna á hæfni námsmanns og sjálfstæði í vinnubrögðum. Í öðru lagi þarf verkefni að hafa hagnýtt nýsköpunargildi fyrir atvinnulíf eða stuðla að fræðilegri nýsköpun í viðkomandi fræðigrein.

Tengsl við atvinnulíf og samfélag

Mörg dæmi eru um að nýsköpunarverkefni hafi velt af stað viðameiri þróunarverkefnum innan fyrirtækja. Ungt fólk er oft djarft og frjótt í hugsun og fyrirtæki hafa verið tilbúin til að fjárfesta í hagkvæmnisathugun með aðstoð Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Oft eru það áhugasömustu nemendurnir sem sækjast eftir vinnu við rannsóknir á sumrin. Vinna á vegum Nýsköpunarsjóðs hefur verið vettvangur fyrirtækja til að mynda tengsl við nemendur og oft hafa þau tengsl leitt til atvinnutilboða að námi loknu. Sjóðurinn er því einnig ákjósanlegur vettvangur fyrir nemendur til að kynnast framsæknustu fyrirtækjum og stofnunum landsins.

Date

04 maí 2020

Time

16:00

Nánari upplýsingar

Read More
Rannís / Nýsköpunarsjóður námsmanna

Framkvæmdaraðili

Rannís / Nýsköpunarsjóður námsmanna
Phone
5155800
Email
rannis@rannis.is
Website
http://www.rannis.is
SKRÁ HÉR

Comments are closed.