fbpx

Innviðasjóður

Fyrir hverja?

Háskóla, opinberar rannsóknastofnanir og fyrirtæki.

Til hvers?

Fjármögnun kaupa á dýrum rannsóknatækjum, uppbyggingu rannsóknainnviða og aðgangs að rannsóknainnviðum.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári. 

Vegna beiðna frá vísindasamfélaginu hefur næsti umsóknarfrestur verið framlengdur um mánuð eða til 20. maí 2020 kl. 16:00.

 

Hvert er markmiðið?

Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi. Markmiðið með sjóðnum er að efla innlendar vísindarannsóknir með því að skapa nýja möguleika til rannsókna með fjármögnun tækjabúnaðar/aðstöðu sem ekki er aðgengileg nú þegar.

Hverjir geta sótt um?

Starfsfólk háskóla, opinberra rannsóknastofnana og fyrirtækja.

Hvað er styrkt?

Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum.

Innviðasjóður veitir eftirfarandi styrktegundir:

1. Tækjakaupastyrki

2. Uppbyggingarstyrki

3. Uppfærslustyrki

4. Aðgengisstyrki

Skilyrði úthlutunar

Gert er ráð fyrir að umsækjandi leggi til mótframlag að lágmarki 25%.

Framlag Innviðasjóðs skal að lágmarki vera 2 milljónir króna fyrir Tækjakaup, Uppbyggingu og Uppfærslu.  Ekkert lágmark er á Aðgengisstyrk.

Vinsamlegast kynnið ykkur reglur Innviðasjóðs áður en sótt er um.

Date

20 maí 2020

Time

16:00

Nánari upplýsingar

Read More
Rannís / Nýsköpunarsjóður námsmanna

Framkvæmdaraðili

Rannís / Nýsköpunarsjóður námsmanna
Phone
5155800
Email
rannis@rannis.is
Website
http://www.rannis.is
SKRÁ HÉR

Comments are closed.