fbpx

 

577. fundur stjórnar SASS

Fjarfundur

7. janúar 2022, kl. 13:00-14:15

Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Helgi Kjartansson varaformaður, Arna Ír Gunnarsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Ari Björn Thorarensen, Einar Freyr Elínarson, Grétar Ingi Erlendsson og Lilja Einarsdóttir en fundarmenn tengjast fundinum í gegnum fjarfundahugbúnað. Þá tekur þátt Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna, óskar þeim gleðilegs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári.

1. Fundargerðir

Fundargerð 576. fundar staðfest.

2. Sóknaráætlun 2022

a. Formaður kynnir helstu fundi og viðburði á árinu 2022. Framkvæmdastjóra falið að gera breytingar á fyrirliggjandi drögum til samræmis við umræðu á fundinum.

b. Samningar við samstarfsaðila

Framkvæmdastjóri kynnir að verið sé að yfirfara samninga við samstarfsaðila SASS í landshlutanum sem sinna ráðgjöf en fyrri samningar voru gerðir í ársbyrjun 2016. Samstarfsaðilar SASS eru: Nýheimar þekkingarsetur, Kötlusetur, Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Markaðsstofa Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands og Kirkjubæjarstofa.

Uppfærð drög að samningum verða lögð fyrir næsta fund stjórnar.

.

3. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerð 32. fundar stjórnar SSNE, fundargerðir 531. – 533. funda stjórnar og svæðisskipulagsnefndar SSH, fundargerðir 3. – 5. funda stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, fundargerð 774. fundar stjórnar SSS og fundargerð 904. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

b. Skýrsla framkvæmdarstjóra

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni í liðnum mánuði.

c. Samstarf safna 

Formaður kynnir nýgerða skýrslu sem unnin var að ósk mennta- og menningarmálaráðuneytisins um mögulegt samstarf safna á Suðurlandi. Verkefnið er  liður í Byggðaáætlun 2018 – 2024, C.14 samstarf safna – ábyrgðasöfn.

Samtökin fólu Háskólafélagi Suðurlands gerð skýrslunnar og var hún unnin af Guðlaugu Ósk Svansdóttur verkefnastjóra. Samantektin endurspeglar svör allra aðila á svæðinu sem svöruðu könnunum og eru þær túlkaðar á tvo vegu, þ.e. fyrst eru svör forsvarsfólks viðurkenndu safnanna sett fram og í framhaldinu eru svör frá forsvarsfólki annarra safna, setra, sýninga og safnavísa tekin saman. Í lokaorðum eru svör allra tekin saman og túlkuð ásamt því að setja fram möguleg tækifæri til að efla samstarf þeirra til framtíðar. Skýrsluna má finna á heimsíðu samtakanna. Stjórn þakkar fyrir greinargóða og vel unna skýrslu.

d. Aukaársþing og ársþing SASS 2022 og 2023

Formaður kynnir að aukaársþing samtakanna, eftir sveitarstjórnakosningar, verði haldið á Selfossi 15. – 16. júní nk.

Ársþing samtakanna 2022 verður haldið á Höfn 27. – 28. október nk. og ársþing SASS á næsta ári verði haldið í Mýrdalshreppi 26. – 27. október 2023.

e. Undirbúningur við gerð ársreiknings

Formaður kynnir að vinna sé hafin við gerð ársreiknings samtakanna. Framkvæmdastjóri hefur umboð stjórnar til að undirrita ráðningarbréf endurskoðanda.

f. Fjárlagafrumvarp 2022

Framkvæmdastjóri kynnir helstu breytingar sem gerðar voru á fjárlagafrumvarpinu 2022 sem áhrif hafa á samfélögin á Suðurlandi og samtökin.

g. Framlög Jöfnunarsjóðs og Byggðastofnunar

Formaður kynnir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 2. desember 2021, tengt bundnu framlagi til landshlutasamtaka sveitarfélaga 2022. Bundið framlag til landshlutasamtaka sveitarfélaga er samtals 301 m.kr eða tæplega 38 m.kr. á hver samtök.

Fjárframlög til atvinnuráðgjafar tengt samningi við Byggðastofnun um byggðaþróun hækka um 0,48% frá fyrra ári og verða árið 2022 samtals 29,7 m.kr.

h. C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Formaður kynnir að fljótlega muni samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið auglýsa eftir umsóknum í flokkinn C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.

i. Umdæmisráð barnaverndar

Stjórn SASS leggur til að sveitarfélögin á Suðurlandi kanni möguleika á að sameinast um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í landshlutanum á grundvelli breytinga á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.) sem gildi tóku 1. janúar sl. Slíkt væri í anda hugmynda að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu sem til umfjöllunar var undir fimmta lið í fundargerð stjórnar SSH nr. 531 frá 1. nóvember sl.

Gera má ráð fyrir að með sameiginlegu umdæmisráði fyrir landshlutann verði markmiðum frumvarpsins um faglega meðferð barnaverndarmála og sjálfstæði frá almennri stjórnsýslu sveitarfélaga náð betur en með smærri umdæmisráðum. Stjórn SASS hvetur sveitarfélögin til að ræða viljann til slíks samstarfs.

 

Næsti fundur stjórnar verður haldinn föstudaginn 4. febrúar nk. kl. 13:00.

Fundi slitið 14:15

 

Ásgerður Kristín Gylfadóttir

Helgi Kjartansson

Lilja Einarsdóttir

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Friðrik Sigurbjörnsson

Arna Ír Gunnarsdóttir

Grétar Ingi Erlendsson

Ari Björn Thorarensen

Einar Freyr Elínarson

577. fundur stj. SASS