fbpx

 

571. fundur stjórnar SASS

haldinn að Austurvegi 56

13. ágúst 2021, kl. 13:00 – 15:00

Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Lilja Einarsdóttir, Arna Ír Gunnarsdóttir, Einar Freyr Elínarson, Ari Björn Thorarensen og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir. Helgi Kjartansson, Grétar Ingi Erlendsson og Friðrik Sigurbjörnsson tengjast fundinum í gegnum fjarfundarhugbúnað. Þá taka þátt Vala Hauksdóttir fráfarandi forstöðumaður Kötluseturs undir dagskrárlið 2 og Þórður Freyr Sigurðsson og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Fundargerðir

Fundargerð 570. fundar staðfest og undirrituð.

2. Erlendir íbúar á mið- og austursvæði Suðurlands

Þórður Freyr og Vala kynna niðurstöðu könnunar sem framkvæmd var meðal íbúa á mið- og austursvæði Suðurlands en verkefnið er eitt af sértæku verkefnum Sóknaráætlunar. Meðal atriða sem erlendir íbúar voru spurðir um: Hvað hvetur fólk til að flytja á svæðið? Hvað hindrar fólk í að setjast að? Hvaða búsetuþættir eru mikilvægastir fyrir erlenda íbúa? Hvernig er hægt að veita nýbúum betri þjónustu? Hvernig geta sveitarfélögin laðað til sín fjölskyldufólk með langtímabúsetu í huga?

Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að það er margt sem sveitarfélögin geta gert til að laða að nýja íbúa, taka betur á móti nýbúum og styðja betur við íbúa sem vilja setjast að til langs tíma. Erlendir íbúar eru sá hópur íbúa sem vex hraðast og er núna 30% íbúa rannsóknarsvæðisins. Með mótun móttökuáætlana skuldbinda sveitarfélögin sig til að taka ábyrgð á samþættingu erlendra íbúa við samfélagið. Á meðan erlendir og innlendir íbúar sjá sum málefni sömu augum, er ljóst að innflytjendur takast á við ýmsar áskoranir sem innfæddir upplifa síður. Þess vegna er nauðsynlegt að móttökuáætlanir nýbúa séu þróaðar og þeim viðhaldið í stöðugu samstarfi við erlenda íbúa hvers sveitarfélags. Margir innflytjendur eru ýmist að velta fyrir sér – eða hafa nú þegar ákveðið að setjast að á svæðinu til framtíðar. Að tengjast innflytjendum, kalla eftir þeirra áliti og bregðast við skoðunum þeirra er því gífurlega mikilvægt skref í átt að lægri íbúaveltu og eflingu lýðfræðilegrar þróunar.

Stjórn þakkar Völu og Þórði fyrir greinargóða kynningu.

3. Innra starf SASS

Formaður og framkvæmdastjóri fara yfir skipulag á innra starf SASS og hvernig það hefur verið að þróast og hvaða sé framundan af verkefnum. Einnig fjallað um skipulagið hjá samstarfsaðilum samtakanna sem koma að ráðgjafaverkefnum.

4. Ársþing SASS

Formaður kynnir frumdrög að dagskrá ársþings samtakanna sem fram fer á Stracta hótelinu á Hellu í Rangárþingi ytra 28. – 29. október nk. Farið yfir hugmyndir um þema ársþingsins og hverjar áherslurnar ættu að vera en yfirskriftin að þessu sinni er Látum verkin tala. Fyrir ársþingið er gert ráð fyrir að nefndir þingfulltrúa fjalli um málefni sem snúa að einstaka nefndum.

Framkvæmdastjóra falið að forma dagskrá til samræmis við umræður á fundinum og hefja undirbúning ársþingsins.

5. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka.

Lagðar fram til kynningar, fundargerð 27. fundar stjórnar SSNE, fundargerð 162. fundar stjórnar SSV, fundargerð 67. fundar stjórnar SSNV, fundargerðir 225. – 227. funda stjórnar SSH, fundargerð 769. fundar SSS, ársfundar Vestfjarðastofu og fundargerð 899. fundar stjórnar sambandsins.

b. Kynnisferð til Danmerkur

Formaður fer yfr stöðu mála varðandi kynnisferð sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi til Danmerkur. Gert er ráð fyrir að ferðin verði farin frá mánudeginum 15. til fimmtudagsins 18. nóvember nk. en þann 16. nóvember nk. fer fram kosning til sveitarstjórna í Danmörku. Dagskrá mun taka mið af því.

c. Úthlutanir til að styrkja hringrásarhagkerfið

Formaður kynnir að nýlega hafi umhverfisráðuneytið úthlutað 230 m.kr. til að efla hringrásarhagkerfið en samtals fengu 31 verkefni styrk. Alls var 200 m.kr. veitt til 23 verkefna og þar af voru 7 verkefni sem tengjast Suðurlandi beint sem fengu tæplega 51 m.kr. Af 30 m.kr. sem úthlutað var til 8 nýsköpunarverkefna tengdust tveir styrkir Suðurlandi. SASS fékk samtals 5 m.kr. til að halda áfram uppbyggingu úrgangsgagnatorgs.

Stjórn fagnar fjölbreytileika umsókna og óskar þeim sem styrk fengu til hamingju. Sjóður sem þessi eflir án vafa verkefni sem falla að hrigrásarhagekerfinu og gefur aðilum heima í héraði möguleika til að blómstra.

d. Byggðaáætlun – tillaga til þingsályktunar

Lögð fram til kynningar en tillaga til stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og tillögunni hefur verið dreift á Alþingi.

e. Grænbók um fjarskipti

Grænbók um fjarskipti hefur verið til kynningar á samráðsgátt stjórnvalda. Stjórn SASS tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í umsögn sambandsins.

f. Grænbók um samgöngumál 

Grænbók um samgöngumál hefur verið til kynningar á samráðsgátt stjórnvalda. Stjórn SASS tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í umsögn sambandsins.

g. Framkvæmdaáætlun Landsnets 2021-2030

Formaður kynnir að samtökin séu að skrifa umsögn um kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2021 – 2030. Styrking á flutningskerfi raforku er einn mikilvægasti þáttur í byggðaþróun og atvinnuuppbyggingu, auk þess sem áhrif eru mikil á samkeppnishæfni bæði landsins alls og einstakra landshluta.

h. Uppfærsla á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins

Lögð fram til kynningar en hægt er að gera athugasemd við tillöguna á Samráðsgátt stjórnvalda fram til 23. ágúst nk.

i. Skýrsla framkvæmdastjóra 

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni í liðnum mánuði.

 

Næsti fundur stjórnar verður fjarfundur haldinn 3. september nk.

 

Fundi slitið kl. 15:10.

 

Ásgerður Kristín Gylfadóttir

Helgi Kjartansson

Lilja Einarsdóttir

Einar Freyr Elínarson

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Friðrik Sigurbjörnsson

Arna Ír Gunnarsdóttir

Ari Björn Thorarensen

Grétar Ingi Erlendsson

571. fundur stj. SASS