624. fundur stjórnar SASS

Haldinn á Teams  
27. júní 2025, kl. 12:00

 

Þátttakendur: Anton Kári Halldórsson formaður, Sandra Sigurðardóttir, Árni Eiríksson, Brynhildur Jónsdóttir, Jóhannes Gissurarson, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Gauti Árnason, Helga Jóhanna Harðardóttir og Arnar Freyr Ólafsson. Fundinn situr einnig Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri sem jafnframt ritar fundargerð. 

Formaður býður fundarmenn velkomna á fundinn.

 

1. Innra starf SASS 

Starfsmannamál og önnur innri mál rædd undir þessum lið.

2. Húsnæðismál 

Áhöld eru uppi um hverji eigi byggingarrét á baklóð Austurvegs 56. Eigendur fyrstu hæðar hússins telja hann tilheyra sér eingöngu, en eigendur þriðju hæðar hússins, þ.e. VR, Félag iðn- og tæknigreina og Báran stéttarfélag sem hvert um sig á 33% eignarhlut, tleja að byggingarrétturinn skiptist hlutfallslega eftir eignarhlut hverrar hæðar. Fyrir liggur að málið verði lagt fyrir dóm og þarf stjórn SASS að ákveða hvort samtökin taki þátt í þeim málaferlum eða hvort að þau samþykki að byggingarrétturinn tilheyri fyrstu hæðinni eingöngu. Málið var tekið fyrir á 614. fundi stjórnar SASS og gert um það bókun, en þar sem málið var ekki klárað í kjölfarið var ákveðið að endurskoða afstöðu stjórnar. Í ljósi nánari skoðunar bókar stjórn SASS eftirfarandi:

Stjórn SASS telur að best sé að samtökin sem eigandi annarrar hæðar húsnæðisins fylgi eigendum þriðju hæðarinnar til þess að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum enda sé ekki forsvaranlegt að gefa eftir byggingarréttinn án þess að úr því sé skorið með lögbundnum hætti. Framkvæmdastjóra falið að koma bókun á framfæri við lögmann eigenda fyrstu hæðarinnar

3. Upplýsingafundir stjórnar

Mikil ánægja hefur verið með upplðýsingafundi stjórnar með aðildarsveitarfélögum og ráðgert að hefja þá aftur eftir sumarfrí samkvæmt skipulagi þann 5. September nk. Framkvæmdastjóra falið að koma með tillögur að efni næstu funda. Ákveðið að færa fundartíma upplýsingafunda til kl. 12:00 og færa jafnframt fundi stjórnar aftur um klkkustund, eða til kl. 13:00 ásamt því að útvíkka fundarboðið til æðstu embættismanna sveitarfélaganna auk annarra sem eiga erindi á fundina. 

4. Kortlagning samstarfs á Suðurlandi/KPMG

KPMG hefur undanfarið unnið að ýmsum kortlagningum annara landshluta með það fyrir augum að finna leiðir til þess að einfalda ferla og nýta betur þá innviði sem fyrir eru. Fyrir liggur tillaga að kostlagningu samstarfs á Suðurlandi sem myndi nýtast sunnlenskum sveitarfélögum, byggðasamlögum og stofnunum í eigu sveitarfélaganna við að nýta betur innviði og koma í veg fyrir tvíverknað og sóun í kerfinu. Stjórn SASS er áhugasöm um verkefnið og felu framkvæmdastjóra að skoða málið frekar. 

5. Áherlsuverkefni fyrir haustið 2025 – til upplýsinga

a. Í ljósi þess að út er komin ný Sóknaráætlun þarf að endurskoða þau verkefni sem lögð voru fram við síðustu Sóknaráætlun vegna aðstæðna, voru ekki tekin fyrir. Umsóknar aðilar þurfa að endurskoða verkefnin með tilliti til þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á áætluninni svo verkefnin rími áfram við hana. Verkefnastjóra sóknaráætlunar falið að hafa samband við umsóknar aðila til þess að yfirfara verkefnin og í framhaldi verði þau tekin fyrir á fundi stjórnar þann 5. September n.k. 

b. Stjórn ákveður jafnframt að skipa fagráð Sóknaráætlunar sem samanstendur af þeim Brynhildi Jónsdóttur, Gauta Árnasyni og Söndru Sigurðardóttur. Munu þau koma til með að vinna með verkefnastjóora að útfærslu að verklagi, forgangsröðun og eftirfylgni aðgerða og verða lykiilaðili sem við ráðgjöf við stjórn. Samþykkt samhljóða. 

6. Sumarfundur stjórnar.

Formaður og framkvæmdastjóri fara þess á leit við stjórn að sumarfundur stjórnar, sem jafnframt er staðvinnufundur, verði færður til 14.-15. ágúst vegna sumarfundar framkvæmdstjóra landshlutasamtakanna sem fyrirhugaður er 21.-22. ágúst n.k. Samþykkt samhljóða. 

7. Önnur mál 

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hyggst boða til opinna íbúafunda í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Nefna má samgönguáætlun sem verður lögð fram á Alþingi á haustþingi og vinna við endurskoðun byggðaáætlunar hefst haustið 2025.

Innviðaráðuneytið óskar eftir liðsinni landshlutasamtaka sveitarfélaga við undirbúninginn. 

Stjórn lýsir yfir ánægju með þetta framtak ráðherra og mun liðsinna við undirbúning fundarins. Stjórn vill jafnframt leggja það til að haldnir verði þrír fundir þar sem landshlutinn er víðfeðmur og vilji til að sem flestir sjái sér fært að mæta. 

 

Ekki fleira rætt og fundi slitið kl. 13:30

Næsti fundur stjórnar verður haldinn 14.-15. ágúst 2025

 

624. fundur stjórnar SASS (.pdf)