Verkefni (umsóknir) geta uppfyllt eina eða fleiri áherslur sjóðsins. Skilyrði er að öll verkefni uppfylli að lágmarki markmið sjóðsins í hverjum flokki.

Hversu vel verkefni eru talin uppfylla markmið og áherslur sjóðsins eru hluti af mati fagráðs við sérhverja úthlutun.

 

ATVINNUÞRÓUN OG NÝSKÖPUN

MENNING

MARKMIÐ:

 • Að styðja atvinnuskapandiog/eða framleiðniaukandi verkefni
 • Að styðja nýsköpun og verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs
MARKMIÐ:

 • Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi
ÁHERSLUR:

 • Nýsköpun meðal starfandi fyrirtækja og markaðssókn fyrir vörur og þjónustu inn á nýja markaði
 • Nýsköpun í orkunýtingu og matvælaframleiðslu og þróunarverkefni á sviði skapandi greina og hátækni
 • Verkefni sem fela í sér eða styðja við nýsköpunarstarf ungs fólks
 • Verkefni sem stuðla að sjálfbærni og jákvæðum umhverfisáhrifum
 • Verkefni er lúta að sókn í alþjóðlega samkeppnissjóði
 • Rannsóknir og samstarfsverkefni sem tengjast markmiðum sjóðsins
ÁHERSLUR:

 • Viðburðir og samstarfsverkefni á sviði fjölmenningar
 • Verkefni sem styðja við rými til listsköpunar íbúa og þróunarverkefni meðal safna, setra og sýninga
 • Verkefni sem hvetja til samstarf á milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga, listgreina og uppsetningar viðburða á fleiri en einum stað
 • Verkefni sem fela í sér eða styðja við listsköpun og menningarstarf ungs fólks
 • Listasmiðjur og listkennsla fyrir börn og ungmenni
 • Menningarverkefni sem styðja við aukna umhverfisvitund, sjálfbærni og/eða byggja á menningararfi Suðurlands