fbpx

Rafræn íbúakosning fer fram í Sveitarfélaginu Ölfusi dagana 17. – 26. mars n.k.  Kannaður verður vilji íbúa til sameiningar sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög og m.a. spurt um afstöðu íbúa  á tímasetningu bæjarhátíðarinnar Hafnardagar.

Innanríkisráðuneytið hefur samþykkt að kosningaaldur í þessari kosningu verði færður niður í 16 ár.  Miðað er við að viðkomandi verði orðinn 16 ára 27. mars eða næsta dag eftir lok kosningarinnar.

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að verða sér út um  Íslykil eða rafræn skilríki hið fyrsta.