fbpx

Markmið

Marmið verkefnisins er að stuðla að aukinni og sjálfbærri matvælaframleiðslu og vinnslu á Suðurlandi með bættri nýtingu endurnýjanlegra auðlinda svæðisins og hámarka samfélagsleg og efnahagsleg tækifæri því tengdu. Þannig eru styrkleikar svæðisins ásamt þekkingu og núverandi starfsemi nýtt til að skapa ný tækifæri til að vinna
á launsarmiðaðan hátt gegn helstu áskorunum nútímans. Í verkefninu verður stutt við uppbyggingu hátæknimatvælaframleiðu á svæðinu ásamt því að gera sveitarfélögum, núverandi matvælaframleiðendum og nýjum fyrirtækjum kleift að byggja upp aukna framleiðslu á svæðinu ásamt því að þróa nýjar aðferðir og skapa matvælaframleiðslu með sérstöðu á heimsvísu.
Sértæk markmið verkefnisins eru meðal annars að:

  1. Koma á fót þverfaglegum samstarfsverkefnum innan og utan svæðisins
  2. Að sækja erlenda þróunarstyrki inn á Suðurland
  3. Efla þekkingu og menntun á sviði matvælaframleiðslu á Suðurlandi
  4. Greina, þróa og stuðla að uppbyggingu innviða fyrir matvælaframleiðslu framtíðarinnar á Suðurlandi
  5. Kynna Suðurland sem fjárfestingarkost fyrir matvælaframleiðslu framtíðarinnar

Verkefnislýsing

Verkefnið byggir á samstarfi sveitarfélaga á Suðurlandi, Landsvirkjunar og Landbúnaðarháskóla Íslands. Þannig er hugmyndin að leiða saman íbúa svæðisins, leiðandi fyrirtæki í orkuvinnslu á svæðinu og þekkingarsamfélagið.

Einnig er áætlað að bæta við samstarfsaðilum eins og þurfa þykir þegar verkefnið fer af stað, svo sem framleiðendur, söluaðilar og aðrar háskólaog rannsóknarstofnanir. Gert er ráð fyrir virku samstarfi út verkefnið og með því að draga saman ólíka hagaðila sé mögulegt að skapa ný tækifæri sem byggja á þverfaglegri nálgun.

Settur verður saman vettvangur undir eigin nafni verkefnisins, þó endanlegt rekstarform hafi ekki verið ákveðið. Til verkefnisins verða ráðnir tveir starfsmenn. Annar sérfræðingur í atvinnuþróun og nýsköpun í græna hagkerfinu en hinn sérfræðingur í rannsóknum og fjármögnun rannsókna og þróunarverkefna m.a. til að auka getu svæðisins til að taka þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og draga inn á svæðið aukna þekkingu á tækifærum í nýsköpun á sviði matvælaframleiðslu. Verkefnið mun leiða saman ýmsa hagsmunaaðila og leggja áherslur á að skapa tækifæri fyrir bæði ný og starfandi fyrirtæki á svæðinu til að horfa til aukins samstarfs í matvælaframleiðslu og áframvinnslu þess hráefnis sem til er á svæðinu.

Tengsl við Sóknaráætlun 2020-24

Verkefnið fellur einkar vel að sóknaráætlun, bæði fyrir yfir- og
undirmarkmið áætlunarinnar. Samstarfsverkefnið mun nálgast viðfangsefnið bæði út frá megináherslum áætlunarinnar um atvinnu og Sóknaráætlun Suðurlands – áhersluverkefni 2020 nýsköpun en ekki síður hafa víðtæk áhrif á hina áhersluþættina, umhverfi og samfélag.

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Verkefnið er með víðtæka skírskotun í Heimsmarkmiðin enda er matvælaframleiðsla ein af þeim grunn greinum sem hafa bæði mikil áhrif á hvernig mannkynið stendur gagnvart sjálfbærri þróun

Árangursmælikvarðar

– Fjöldi nýskráðra fyrirtækja á svæðinu á sviði matvælaframleiðslu, þjónustu og rannsókna.
– Fjármagn í nýsköpun á verksviði verkefnisins á svæðinu
– Fjöldi nýrra starfa sem krefjast sérmenntunar
– Fjöldi viðburða tengdir verkefninu
– Fjöldi samstarfsverkefna fyrirtækja sviði matvælaframleiðslu
– Fjöldi lokaverkefna á háskólastigi sem tengjast verkefninu
– Fjöldi umsókna í rannsóknarsjóði tengdir matvælarannsóknum
– Heildarvelta fyrirtækja í matvælaframleiðslu á svæðinu
– Ný fyrirtæki á sviði aukinnar verðmætasköpunar úr hráefni sem til er á svæðinu

Lokaafurð

Lokaafurð verkefnisins verður fjárhagslega sjálfbært þekkingarsetur sem fjármagnar sig að fullu í gegnum erlendar styrkveitingar og samstarfsverkefni að verkefnatíma loknum.


Verkefnastjóri
Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Landsvirkjun og Landbúnaðarháskóli Íslans
Heildarkostnaður
22.500.000, kr. (2020) og 45.000.000, kr. á ári (2021 til 2024)
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
7.500.000, kr. (2020), 15.000.000, kr. á ári (2021 til 2024)
Mótframlag
15.000.000, kr. (2020) frá Landsvirkjun og Landbúnaðarháskóla Íslands og 30.000.000, kr. (2021 til 2024)
Ár
2020
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið hefst 1.6.2020 og endar 31.12.2024
Staða
Í vinnslu
Númer
203001


Staða verkefnis 

 

Verkefnið byggir á samstarfi sveitarfélaga á Suðurlandi, Landsvirkjunar, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Til verkefnisins verða ráðnir a.m.k. tveir starfsmenn. Annar er sérfræðingur í atvinnuþróun og nýsköpun í græna hagkerfinu en hinn sérfræðingur í rannsóknum og fjármögnun rannsókna og þróunarverkefna m.a. til að auka getu svæðisins til að taka þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og laða að aukna þekkingu á tækifærum í nýsköpun á sviði matvælaframleiðslu.

Verkefnið mun leiða saman ýmsa hagsmunaaðila og leggja áherslur á að skapa tækifæri fyrir bæði ný og starfandi fyrirtæki á svæðinu til að horfa til aukins samstarfs í matvælaframleiðslu og áframvinnslu þess hráefnis sem til er á svæðinu. Lokaafurð verkefnisins verður fjárhagslega sjálfbært þekkingarsetur sem fjármagnar sig að fullu í gegnum erlendar styrkveitingar og samstarfsverkefni að verkefnatíma loknum.

Frétt um samkomulag samstarfsaðila: www.sass.is/orkideu-ytt-ur-vor