fbpx

Opið er fyrir umsóknir í Nýsköpunarsjóð námsmanna fram til kl. 16.00 þann 8.maí 2020.

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni.

Umsækjendur geta verið háskólanemar í grunn- og meistaranámi og sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska eftir að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir. Styrkur er greiddur til nemenda og getur verið allt að 300.000 kr. á mánuði í hámark 3 mánuði fyrir nemanda.

Verkefni verður að uppfylla tvær meginkröfur eigi það að hljóta styrk. Í fyrsta lagi verður verkefnið að reyna á hæfni námsmanns og sjálfstæði í vinnubrögðum. Í öðru lagi þarf verkefni að hafa hagnýtt nýsköpunargildi fyrir atvinnulíf eða stuðla að fræðilegri nýsköpun í viðkomandi fræðigrein.

Sveitafélög á Suðurlandi eru hvött til að móta verkefni sem geta hentað námsfólki í sumar.

Sótt er um í gegunum heimasíðu Rannís https://www.rannis.is/sjodir/menntun/nyskopunarsjodur-namsmanna/