fbpx

 

Atvinnuskapandi nemendaverkefni á Suðurlandi er ætlað að hvetja til samstarfs milli nemenda og fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Suðurlandi. Nemendur vinna raunhæf lokaverkefni á háskólastigi eða lokaverkefni á 4. stigi framhaldsskóla að lágmarki 10 ECTS eða 10 fein, með það að markmiði að vinnan leiði til atvinnu- og/eða nýsköpunar í landshlutanum. Nemendur geta sótt um styrk allt að 300.000 kr.* til að vinna að verkefnum. Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og nemendur geta lagt til verkefni.

Nám á 4. stigi framhaldsskóla eru meðal annars ákveðnar námsbrautir hjá Tækniskólanum og sem dæmi nám í iðnfræðimenntun (diplómanám) hjá Háskóla Reykjarvíkur.

Við mat á umsóknum frá nemendum er horft til eftirfarandi matsþátta

  • Hversu mikla sunnlenska tengingu/áhrif hefur verkefnið
  • Hvernig verður samvinnu milli nemanda og fyrirtækis háttað
  • Hversu líklegt er að verkefnið leiði af sér atvinnu- og/eða nýsköpun

 

Upphæð styrkveitingar
Verkefni á grunstigi háskóla (BS og BA verkefni) og 4. stig framhaldsskóla: 200.000 kr.
Verkefni á meistara- og doktorsstigi: 300.000 kr.

Umsóknarfrestur
Enginn umsóknarfrestur. Styrkumsóknir eru metnar jafnóðum og þær berast.