fbpx

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar fjallaði um tillögur fagráðs nýsköpunar og fagráðs menningar um úthlutun styrkveitinga til verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, í fyrri úthlutun ársins. Alls bárust sjóðnum 137 umsóknir að þessu sinni, þar af 50 nýsköpunarverkefni og 87 menningarverkefni.

Niðurstaða verkefnastjórnar er að leggja til að veita 45 menningarverkefnum styrki að fjárhæð 18.940.000 kr. og 27 nýsköpunarverkefnum að fjárhæð 18.600.000 kr. Samtals er því lagt til að veita 72 verkefnum styrki í fyrri úthlutun ársins að fjárhæð 37.540.000 kr.

Úthlutun til verkefna – vor 2017