sass@sass.is 480-8200

Að menningarviðburði? Nýrri vöru, þjónustu eða markaðssókn hjá starfandi fyrirtæki? Eða kannski glænýrri viðskiptahugmynd?

Úthlutun hefur farið fram að vori 2018. Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar aftur næsta haust og verður opnað fyrir umsóknir í september nk. og umsóknarfrestur er 9. október 2018.  Ekki hika við að hafa samband við ráðgjafa á okkar vegum ef þú hefur einhverjar spurningar. 

 

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður.
Sjóðurinn úthlutar nýsköpunar- og menningarstyrkjum tvisvar á ári til áhugaverðra verkefna.

 

 

Um sjóðinn:

SASS hefur umsjón með Uppbyggingarsjóði Suðurlands sem veitir verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi og er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti. SASS veitir einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum á Suðurlandi ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála. Netföng og símanúmer ráðgjafa má finna hér

  

                             

 

 

Þessi styrkur réði úrslitum og veitti okkur dýrmætan samfelldan tíma við að koma sköpun verksins af stað.
– Friðrik Erlingsson, rithöfundur
Óperan um Ragnheiði Brynjólfsdóttir
Fjármagn Uppbyggingarsjóðs SASS hefur gert okkur kleift að fara út í kostnaðarsama vöruþróun á nýjum framleiðsluvörum fyrirtækisins. Við höfum átt áralangt farsælt samstarf við sunnlenska nýsköpunarsjóði sem hefur verið fyrirtækinu farsælt og leitt til eflingar fyrirtækisins.
– Grímur Þór Gíslason, framleiðslustjóri
Þekking, reynsla og þróun eru skref sem leiða til aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun samfélagsins. Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur gert okkur það kleift að afla aukinnar þekkingar til að auka fjölbreytni í íslenskri sauðfjárrækt. Sjóðurinn er farvegur sem vert er að skoða, leiðbeinandi og styrkjandi á allan hátt.
– Kristbjörg Hilmarsdóttir, feldfjárbóndi
Þegar um hugsjónaverkefni er að ræða eins og Njálurefillinn er þá skiptir öllu máli að geta fengið styrki til að halda áfram með verkefnið, fara í vöruþróun, framleiða minjagripi og halda verkinu lifandi.