fbpx

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2019. Umsóknir voru 107 talsins, í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 49 umsókn og 58 umsóknir í flokki menningarverkefna.

Að þessu sinni var ríflega 50 mkr. úthlutað til 74 verkefna úr báðum flokkum. Samþykkt var að veita 29 verkefnum styrk í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna samtals að upphæð 25 mkr. og 45 verkefnum í flokki menningarverkefna sem hlutu samanlagt ríflega 25 mkr.

Hæsta styrkinn hlaut að þessu sinni fyrirtækið Raföld ehf kr. 2 mkr. í vekefnið Fjölnýting varma í dreifbýli. Það verkefni gengur út á að fjölnýta jarðvarma í dreifbýli bæði til raforkuvinnslu og til upphitunar með sérstakri varmarafstöð.

Í flokki menningarverkefna hlaut Góli ehf hæsta styrkinn kr. 1.5 mkr. í verkefnið Með eld í hjarta. Markmið þess verkefnis er að byggja upp starfsemi klassískrar hljómsveitar; Sinfóníettu Suðurlands.

Sumartónleikar í Skálholtskirkju hlutu einnig styrk að upphæð kr. 1.5 mkr. Markmið Sumartónleikanna er að stuðla að uppbyggingu sígildrar tónlistar á Íslandi, með sérstakri áherslu á nýsköpun og flutning eldri tónlistar á upprunaleg hljóðfæri.

Lista yfir verkefni sem hlutu styrki má sjá HÉR