fbpx

Markmið

Leita lausna á knýjandi þörf fyrir úrbætur á húsnæðisvanda framhaldsskólanema á Suðurlandi. Stærsti framhaldskóli landshlutans FSu er á Selfossi en hann er einnig með fjölbreytt námsframboð í starfsnámi auk víðtækrar þjónustu við nemendur með sértækar stuðningsþarfir. Þar er ekki lengur starfrækt heimavist.

Verkefnislýsing

Leita leiða svo nemendur FSu fái aðgangi að íbúðarhúsnæði/heimavist á Selfossi.
Ungmennaráð Suðurlands og árþing SASS 2018 skorar á ríkisvaldið að ganga til samstarfs við heimamenn um úrlausn á þessum vanda og hvetur skólanefnd Fjölbrautarskóla Suðurlands til að auka þjónustu við íbúa Suðurlands.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Verkefnið tengist sérstaklega eftirfarandi megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands:

  • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum
  • Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
  • Hækka menntunarstig á Suðurlandi með eflingu framboðs og aðgengi að menntun í heimabyggð

Lokaafurð

Skýrsla um niðurstöðu starfshóps

Staða verkefnis:

Verkefnið var unnið til að leita lausna á knýjandi þörf fyrir úrbætur á húsnæðisvanda framhaldsskólanema á Suðurlandi. Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) á Selfossi er stærsti framhaldsskóli landshlutans, en hann er einnig með fjölbreytt námsframboð í starfsnámi auk víðtækrar þjónustu við nemendur með sértækar stuðningsþarfir. Þar er ekki lengur starfrækt heimavist. Ungmennaráð Suðurlands og ársþing SASS 2018 skoruðu á ríkisvaldið að ganga til samstarfs við heimamenn um úrlausn á þessum vanda og hvetur skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands til að auka þjónustu við íbúa Suðurlands. Myndaður var starfshópur sem kortleggur þörfina fyrir heimavist eða önnur búsetuúrræði fyrir námsmenn við FSu. Sveitarfélögin 13 sem eru eigendur að Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) krefjast þess að starfrækt verði heimavist við skólann. Sveitarfélögin skora á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér í málinu og skora jafnframt á skólanefnd og stjórnendur skólans að vinna að uppbyggingu heimavistar. Eftirfarandi greinargerð fylgdi ályktuninni: Frá og með árinu 2016 var starfsemi heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hætt. Ungmenni af stóru svæði sem þessi þrettán sveitarfélög spanna eiga þess ekki kost að nýta sér almenningssamgöngur til að sækja nám og því er um alvarlegan forsendubrest samstarfs um skólann að ræða. Til þess að ungmenni þessa svæðis njóti jafnréttis til náms er mikilvægt að unnið verði hratt og örugglega við að koma upp heimavist við skólann. Starfshópurinn vinnur áfram að framgangi málsins m.a. með því að funda með mennta- og menningarmálaráðherra og skólanefnd FSu.


Verkefnastjóri
Bjarni Guðmundsson framkvæmdarstjóri SASS
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
FSu og sveitarfélögin á starfssvæði skólans
Heildarkostnaður
500.000
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
500.000
Ár
2019
Tímarammi
Verkefnið verður unnið á árinu 2019
Árangursmælikvarði/ar
Árangur starfshóps um húsnæði ungmenna við FSu
Staða
Lokið. Verkefni lauk með undirritun samnings um heimavist fyrir FSU.

Frétt um undirritun samnings: www.sass.is/heimavist-opnud-vid-fsu

Myndin er tekin við undirritun samningsins. Á henni eru frá vinstri: Einar Freyr Elínarson, formaður starfshóps SASS, Valdimar Árnasonar, framkvæmdastjóri Selfoss Hostel, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu.