fbpx

Markmið

Markmið verkefnisins er að kynna fyrir 9. og 10. bekkjum grunnskólanna og 1. og 2. bekk framhaldsskólanna á Suðurlandi þau nám og störf  í verk-, tækni- og iðngreinum sem í boði eru á svæðinu til þess að auka áhuga og þátttöku nemenda í þeim greinum.

Verkefnislýsing

Markmið messunnar er að kynna fyrir tilvonandi og núverandi framhaldsskólanemum hvað þeim stendur til boða þegar kemur að störfum meðal sunnlenskra fyrirtækja, eftir nám í verk-, tækni- og iðngreinum. Á messunni sameinast fyrirtæki og skólar um að kynna sig og sínar náms- og atvinnugreinar á líflegan og spennandi hátt. Messan þótti takast vel árið 2015 og var það vilji allra þátttakenda að endurtaka leikinn á 2ja ára fresti.

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefninu er sérstaklega ætlað að uppfylla markmið um að hækka menntunarstig á svæðinu. Sérstaklega hvað varðar eftirfarandi markmið sóknaráætlunar;

  • Bæta viðhorf og skilning á hagkvæmni menntunar alla ævi
  • Minnka brottfall nemenda á öllum skólastigum
  • Auka samvinnu menntastofnana á svæðinu og utan þess

Eins til uppfylla markmið sóknaráætlunar um að menntun og atvinnulíf eigi samleið. Sérstaklega hvað varðar eftirfarandi markmið sóknaráætlunar:

  • Auka áherslur á nýsköpun, skapandi- og verklegar greinar á öllum skólastigum á Suðurlandi
  • Kortleggja þarfir atvinnulífsins fyrir menntun
  • Auka samvinnu atvinnulífs um virðisauka menntunar

Lokaafurð

Starfamessa 2017

Verkefnastjóri
Ingunn Jónsdóttir      
Verkefnastjórn
Ingunn Jónsdóttir, Sigurður Þór Sigursveinsson, Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Atorka – félag atvinnurekenda á Suðurlandi
Heildarkostnaður
6.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
6.000.000 kr.
Ár
2016
Tímarammi
2016-2017