sass@sass.is 480-8200

Markmið:

  •  Að auka þekkingu almennings á störfum í atvinnulífinu í Eyjum og víðar á Suðurlandi.
  • Að auka þekkingu ungmenna á þeim námsleiðum sem í boði eru
  • Að auka þekkingu ungmenna á fjölbreytileika starfa í heimabyggð þar sem krafist er menntunar
  • Að efla tengsl milli atvinnulífs og skóla.

Verkefnislýsing:

Verkefnið er sýning þar sem nám og störf eru kynnt fyrir grunnskólanemum, framhaldsskólanemum og fullorðnum. Þar verður kynning á öllum helstu starfsgreinum í Vestmannaeyjum og víðar af Suðurlandi og þeim námsleiðum sem þeim tengjast. Settir verða upp básar þar sem starfsmenn fyrirtækja kynna sitt starf og sitt fyrirtæki. Jafnframt verður sett upp á myndrænan hátt hvaða leið þarf að fara í námi til að vinna við tiltekið starf.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019:

Verkefnið tengist beint tveimur af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands;

  • Hækka menntunarstig á Suðurlandi með eflingu framboðs og aðgengis að menntun í heimabyggð
  • Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun

Lokaafurð:

Starfakynning

Annað:

Verkefnastjóri
Ingunn Jónsdóttir
Verkefnastjórn
Þórður Freyr Sigurðsson
Hrafn Sævaldsson
Framkvæmdaraðili
Viska
Samstarfsaðili
Samstarfsaðilar verða Grunnskóli Vestmannaeyja, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og atvinnulífið.


Heildarkostnaður
2.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.000.000.-
Ár
2018
Tímarammi
Vor 2018
Staða
Í vinnslu
Númer
183009