fbpx

Alþingi hefur  samþykkti ný lög um byggðaáætlun og sóknaráætlanir. Með þessu er búið að lögfesta sóknaráætlanir til framtíðar.

Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið kemur fram að svo framarlega sem fullnægjandi fjárveitingar fáist stuðli ný lög að markvissari aðgerðum í byggðamálum og bættum árangri. Umbæturnar felast í eftirfarandi:
• Vandaðri langtímaáætlanagerð á landsvísu og fyrir landshlutana átta. Í stað fjögurra ára byggðaáætlunar fyrir landsbyggðina verður byggt á heildstæðri byggðaáætlun fyrir allt landið til sjö ára og landshlutaáætlunum til sama tíma.
• Meiri samhæfing milli opinberra áætlana muni leiða til betri nýtingar á opinberu fé og betri árangurs.
• Skipulagðir farvegir fyrir þverfaglegt samstarf á milli ráðuneyta um byggðamál og milli ríkis og sveitarfélaga muni gera stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga skilvirkari.
• Aukið samráð og samvinna innan landshlutanna um áætlanir og aðgerðir og meira forræði heimamanna muni stuðla markvissari aðgerðum og betri árangri í innleiðingu aðgerða.